KVENNABLAÐIÐ

Rómverjar höfðu heilbrigðar tennur vegna þess að þeir borðuðu aldrei eina fæðutegund

Það virðist engin þörf hafa verið fyrir tannlækna í Róm til forna því nú hafa fornleifafræðingar skoðað með nýjustu tækni líkamsleifar 30 einstaklinga sem varðveist hafa í ösku eftir eldgos í fjallinu Mount Vesuvius í Pompei sem átti sér stað 79 árum e. Kr.

0002adbd_medium

Þrátt fyrir að nota augljóslega aldrei tannkrem eða tannbursta voru tennur þeirra ótrúlega heilbrigðar vegna þess að enginn hvítur sykur var í fæðunni. Þetta vissum við nú – að það er sykurinn sem skemmir tennurnar! Samt ótrúlega næs að fá staðfestingu ítalskra fræðimanna á því. Takk strákar!

0002adbe_medium

Vísindamennirnir fullyrða að fæða rómverja hafi verið fjölbreytt og holl og kannski áþekk því sem við köllum Miðjarðarhafsfæði, mikið af olíu, ávöxtum og grænmeti. Betra fæða en nútímamaðurinn á að venjast og miklu heilbrigðari tennur!

When in Rome do as the Romans do! Vertu Rómverji og borðaðu lítinn sykur.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!