KVENNABLAÐIÐ

Flengingar eru það versta sem hægt er að gera börnum

Helmingur Bandaríkjamanna flengir enn börnin sín, samkvæmt rannsóknum. Margir foreldar telja að til að fá börn til að hlýða sé best að veita þeim ráðningu. Það þarf ekki að þýða að foreldrarnir séu slæmir – kannski voru þeir líka flengdir sem börn og þótti það „eðlileg“ uppeldisaðferð.

Háskólinn í Texas og háskólinn í Michiganríki í Bandaríkjunum skoðuðu tölur síðustu 50 ára sem innihéldu gögn frá um 160.000 börnum og komust að þeirri niðurstöðu að börn sem eru flengd séu meira uppreisnargjörn en önnur. Það þýðir einfaldlega að flengingar virka alls ekki – heldur þveröfugt – að börnin séu því mun líklegri til að gera uppreisn gegn foreldrunum en ekki.

Einnig má rekja flengingar í æsku til andfélagslegrar hegðunar á fullorðinsárum. Börn sem voru flengd eru líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóma og eiga erfiðara en aðrir að greina milli þess hvort sé rétt eða rangt. Hið sama gildir um börn sem hafa alist upp við heimilisofbeldi. Að aðgreina flengingar frá heimilisofbeldi er hreinlega ekki rétt: Bæði flokkast undir ofbeldi og eru afleiðingarnar hinar sömu.

Heimild: Newsy

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!