KVENNABLAÐIÐ

Hundum finnst ekki gott að láta „knúsa” sig

Hundeigendum finnst þessi frétt eflaust ömurleg en nýleg rannsókn sýnir að hundar hata að láta hnoðast með sig. Dýrasálfræðingar segja að hundar séu stressaðir og óánægðir þegar þeir eru faðmaðir af fólki því þá geta þeir ekki flúið í burtu.

 

Rannsóknin skoðaði 250 hunda og voru teknar myndir af hundunum í faðmlögum eigenda sinna. Í átta af 10 tilfellum sáust greinileg streitumerki hjá hundunum.

 

Sérfræðingar hjá The Kennel Club og Battersea Dogs & Cats Home, voru einnig sammála um að ekki ætti að koma fram við gæludýr eins og börn, sérstaklega hvað varðar faðmlög.

 

Dr. Stanley Coren sem er sérfræðingur í hundum framkvæmdi þessa umræddu rannsókn en hann er einnig prófessor í sálfræði í háskólanum í Bresku Kólumbíu: „Hundar eru oft teknir sem fjölskyldumeðlimum en þrátt fyrir það eru þeir ekki mennskir og það er þeim ekki eðlislægt að faðmast.”

Sif dýralæknir
Sif dýralæknir

Sif Traustadóttir, dýralæknir, tekur í sama streng: „Þetta er alveg rétt. Hundar eru ekki hrifnir af faðmlögum, enda er það ekki hegðun sem þeim er eðlislæg. Þeir læra vanalega að þola faðmlög fólks en þeir hafa flestir ekki ánægju af því eins og við.”

 

Aðspurð segir hún að hundum þyki betra að láta klappa sér: „Þeir vilja frekar rólegar strokur eða bara að láta tala við sig og fá góðbita. Það er best að strjúka þeim á hliðunum eða bakinu en ekki klappa fast ofan á höfuðið eins og fólki er dálítið tamt að gera. Sumum hundum finnst það mjög ógnvekjandi.”

Sjá grein um streitumerki í hundum

 

Ennfremur segir Dr. Coren: „Sumir halda að gefa hundinum sínum gott knús sé merki um að hann sé elskaður en raunveruleikinn er annar. Með því að faðma hund ertu að setja tvo handleggi utan um hann og ert kominn inn fyrir hans persónulega svæði. Hundur getur túlkað það sem ógnandi því hann kemst ekki í burtu frá aðstæðum sem hann er ekki sáttur við.”

Heimild: The Telegraph

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!