KVENNABLAÐIÐ

Fyrsti „nakti” veitingastaður heims opnar í London

Hefur þig langað að borða nakin/n? Þú getur farið í biðröð hjá The Bunyadi sem mun opna eftir tvo mánuði. Reyndar eru tæplega 30 þúsund manns á biðlista, en þetta hlýtur að vera eitthvað sem fólk sækist eftir.

Bunyadi

Verður veitingastaðnum skipt í tvennt – fyrir klædda og óklædda. „Hugmyndin er að fólk upplifi algert frelsi,” segir Seb Lyall, forsvarsmaður Lollypop, fyrirtækisins á bak við hugmyndina. „Fólk ætti að fá tækifæri til að vera eins og það er, borða ótrúlega hreinan mat, með enga síma, ekkert rafmagn og engin föt. Við verðum með svæði þar sem fólk getur verið nakið og að sjálfsögðu verða allir þjónarnir naktir líka!”

Bunyadi2

Veitingastaðurinn verður “all natural” þ.e. engin aukaefni, eldunaraðferðir eða leirtau sem er ónáttúrulegt (leirtauið er t.d. ætt). Húsgögnin eru úr bambus og verða eingöngu kerti og náttúrulegar hitunaraðferðir notaðar.

Bunyadi3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!