KVENNABLAÐIÐ

Hlutir sem þú verður að sætta þig við að geta EKKI breytt hjá makanum

Oft ætlum við að „breyta” manneskjunni þegar við byrjum í sambandi. Það er þó hægara sagt en gert, enda ætti maður að sætta sig við manneskjuna eins og hún er, ekki satt?

Við rákumst á þennan lista á netinu sem við ákváðum að deila með ykkur – þ.e. hlutir sem hægt er að breyta og þeir sem eru…óbreytanlegir.

Byrjum á þeim sem ekki verður breytt:

 

Fíknivandi

Fólk getur komist yfir fíknivanda á ýmsan hátt en það verður að vera 100% sjálfviljugt til að gera það. Ýmis samtök og meðferðir eru til staðar í íslensku samfélagi en það verður að vera einstaklingurinn sjálfur sem leitar sér hjálpar – þú gerir það ekki fyrir hann.

 

Persónuleikaeinkenni

Við erum öll á einhvern hátt, það er eitthvað sem einkennir okkur fremur annað. Persónuleiki okkar mótast á yngri árum og það er erfitt að breyta mynstrinu þegar við verðum eldri. Um þrítugt erum við fullmótuð þannig og nær ómögulegt að breytast, segir rannsókn sem gerð var fyrir áratug síðan í Harvard háskólanum.

 

Tengsl makans við fjölskylduna

Mynstrið er einnig fastmótað hér. Hvernig manneskjan hegðar sér í kringum systkini sín, með tilliti til aldursraðar er mjög sterklega mótað. Það getur þó gerst hið leiðinlega – að fjölskylda splundrist vegna nýrrar viðbótar (maka).

Eins og margir vita er í lagi að makinn gagnrýni fjölskyldu sína en ef þú gerir slíkt hið sama á tónninn til að breytast.

Rannsókn sem fór fram árið 2012 segir þó sem betur fer að milli 75-85% fólks líkar vel við fjölskyldu makans.

 

Áhugamál makans

Hvaðeina sem makinn hefur áhuga á skal ekki reynt að breyta. Ef sportið er ekki lífshættulegt ætti ekki að reyna að fá hann ofan af því sem hann nýtur best. Ef þú getur ekki sætt þig við t.d. að makinn sé allar helgar á burtu að taka þátt í golfmóti eða athöfnum sem krefjast mikils tíma og þú getur ekki hugsað þér að taka þátt í áhugamálinu gæti það bent til þess að þið eigið kannski ekki saman.

 

Trúarskoðanir

Ef makinn hefur verið afar trúaður alla tíð, nú eða algerlega trúlaus getur verið erfitt að breyta því. Trúin hefur mikil áhrif á hvernig við erum úr garði gerð og ef um vandamál af því tagi er að ræða getur það valdið streitu í sambandinu.

 

Kynlíf – hversu oft

Við vitum að fólk stundar yfirleitt meira kynlíf í byrjun sambands. Erfitt er að segja um þarfir fólks á því sviði þar til komið er á annað árið þar sem hin raunsanna mynd kemur í ljós og hvernig þið eigið saman þar.

Þrátt fyrir að hægt sé að draga úr eða auka kynhvötina er það ekki auðvelt. Þetta veldur oft kergju í sambandi og orsakar rifrildi þegar annar aðilinn hefur meiri „lyst” en hinn.

 

Viðhorf gagnvart framhjáhaldi

Því miður er það svo að hafi maki þinn sögu af framhjáhaldi í fortíðinni mun hann sennilega halda því áfram. Rannsókn sem gerð var af þeim sem haldið hafa framhjá sýnir að 86% karlmanna og 62% kvenna höfðu endurtekna sögu þess efnis. Ný rannsókn sýnir þó að það skipti máli „af hverju” makinn hélt framhjá í fyrsta skipti. Ef hann var ekki ánægður í fyrra sambandi og tilbúinn að vinna í því gæti það verið önnur saga með þér

 

Makinn á börn

Þetta er sennilega skrýtinn hlutur að setja á listann en það er ótrúlega algengt að fólk vilji að makinn „kjósi” milli sín og barnanna því þeim kemur ekki saman. Það er siðferðilega rangt að láta hann velja á milli og krefjist þú þess er það merki þess að þú sért óstabíl manneskja sem þurfir sennilega að vinna í sjálfri þér. Þú þarft að sætta þig 100% við það að börnin munu alltaf verða í lífi makans, sama hvað.

 

Það sem þú getur breytt (sé makinn til í það!)

 

Fatasmekkur

Þú ættir ekki að biðja makann að klæða sig meira eða minna ögrandi með valdi. En auðvitað er hægt að hafa jákvæð áhrif á fatasmekkinn, eitthvað sem þú kannski telur að myndi fara makanum betur. Ef makinn er til í það (finnst hann sjálfur t.d. ekki hafa nægilega mikið vit á því) verður hann eflaust glaður að fara með þér í búðir.

 

Kurteisi

Þú getur eflaust skrifað á foreldrana ef maki þinn er dónalegur…við lærum strax ákveðnar reglur um kurteisi þegar við erum lítil. Það er ekkert gaman að vera sagt að maður kunni sig ekki en sumir vita bara ekki af því! Þannig er best að gera það á kurteisislegan hátt…fólk vill oftast vera kurteist í samskiptum við aðra.

 

Menning

Nú á dögum er hægt að horfa á ótrúlega mikið af sjónvarpsefni og kynna sér alltskonar mál á netinu. Ef makinn hefur takmarkaða þekkingu á t.d. tónlist, bókum, leikhúsi eða veitingastöðum er um að gera að kynna hann fyrir nýrri menningu sem getur síðan orðið „ykkar” með tímanum.

 

(Sumir) slæmir siðir

Fer eftir hver hann er auðvitað! En hlutir eins og að skilja nærföt eftir á gólfinu, setja tappann á tannkremið og þessháttar má alveg koma inn í huga makans 😉

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!