KVENNABLAÐIÐ

Fjórar íslenskar fyrirsætur í Teen Vogue

„Íslenskar stelpur gera það sem þeim sýnist, klæðast því sem þær vilja og segja það sem þær langar – og er alveg sama hvað öðrum finnst,” segir Brynja Jónbjarnardóttir sem Teen Vogue segir vera eina af svölustu upprennandi fyrirsætum frá Reykjavík. Segir blaðið frá því að Ísland hafi verið fyrsta Evrópuríkið til að kjósa kvenkyns forseta og sé jafnrétti hvergi meira og konurnar ráði öllu.

 

Tekur blaðið fram fjórar íslenskar stúlkur sem vert sé að fylgjast með: Þeim Brynju, Kolfinnu, Bríeti Ólínu og Önnu Jiu.

kolfinna

Kolfinna Kristófersdóttir

 

Listamaðurinn sem varð fyrirsæta – Kolfinna Kristófersdóttir hefur frá árinu 2013 sýnt fyrir tískuhús á borð við Chanel, Marc Jacobs og Fendi. Telur Vogue hana líkjast Lisbet Salander með sitt svarta hár. Hún vinnur í dag með upprennandi listamönnum í Reykjavík: „Listsköpun hefur alltaf verið mér mikilvæg. Það var ekki fyrr en ég fór að ferðast til annarra landa og vera mikið ein að ég fór að tjá mig reglulega á þann hátt samt, í gegnum málverk og ljóðagerð.” Segir Kolfinna Guðmund Jör vera einn flottasta íslenska hönnuðinn sem vert sé að fylgjast með.

 

brynja

Brynja Jónbjarnardóttir

 

Hagfræðineminn og fyrirsætan – Brynja er þekktust fyrir að hafa tekið þátt í verkefnum fyrir Apple og Carven og var hún komin á samning hjá Next Models þegar hún var 13 ára.

„Ég var að vinna í New York og París en flutti svo heim til að læra hagfræði ásamt því að sinna módelstörfum. Það væri æðislegt að vinna úti og fá að ferðast en mig langaði í háskóla svo ég flutti aftur heim.”

Brynja segir það skemmtilegast að vinna í verkefnum á sumrin þar sem hún getur fengið að sjá fossa, jökla og íslenskt landslag. „Íslensk náttúra er það besta við landið mitt og ég er alltaf að finna fallega staði sem ég hef aldrei séð áður.”

 

Stíll Brynju segir hún vera sjötta áratugarins og segir það tímabil hafa alltaf heillað hana, bæði tónlist og tískan. Fyrirmyndir hennar eru Auðdrey Hepburn, Marlene Dietrich og Fiona Campbell-Walter.

anna-jia

Anna Jia

 

„Ég er mikilu meira nörd en fólk heldur,” segir kínversk-íslenska fyrirsætan Anna Jia. Anna hefur setið fyrir í fjölmörgum íslenskum verkefnum og vinnur við það á milli þess sem hún ferðast til Kína. Hún ætlar í læknanám en hefur hug á fleiru, t.d. að búa til gervilimi.

Anna segir það algert “must” að koma í nóvember og sjá Airwaves. „Það flykkist hingað fólk frá öllum heiminum. Íslendingar elska tónlsit og þið ættuð að sjá hljómsveitirnar okkar.”

Hvernig lýsir hún íslenskum stelpum? Vogue heillast af svarinu hennar: „Hún er indæl, hógvær, femínisti og alger “girl boss.”

briet rett

Bríet Ólína

 

Bríet ólst upp í Kaliforníu, Reykjavík og London. Hún er ekki bara fyrirsæta heldur sjálflærður stílisti líka og hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Spotify, tímaritið i-D og Issey Miyake. „Ég aðstoða einnig ýmsa stílista og fékk verkefni fyrir myndatöku hjá ítalska Vogue um daginn,” segir hún.

Þegar hún er beðin um að lýsa stíl íslenskra kvenna telur hún þær konur flottastar sem eru “low key” í sínum stíl og segir þær elska hvíta strigaskó, gallabuxur og pelsa. Einnig “vintage” föt þar sem fólk á kannski ekki peninga fyrir dýrari fötum eins og Bríet lýsir hlæjandi: „Þetta snýst allt um að vera frumlegur.”

Bríet telur þó New York vera hin fullkomna borg: „Ég elska New York – árstíðirnar og ys og þys borgarinnar. Ég elska það allt.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!