KVENNABLAÐIÐ

Algengustu mistök sem fólk í makaleit gerir

Í fyrstu má áætla að fólk í hjónabandi sé hamingjusamara en þeir sem einhleypir eru og miklu hamingjusamara en fráskilið fólk. Rannsóknir sýna einmitt það. En ef þú skoðar nánar gæði hjónabandsins er annað uppi á teningnum: Mætti lýsa því sem “fólk í sjálfhverfum hjónaböndum er frekar vansælt og fólk í gefandi hjónaböndum er hamingjusamara en hægt er að lýsa með orðum.”

Svo sem. Það sem verið er að segja er að ef þú ert einhleyp/ur og óánægð/ur með það ættirðu ekki að æðrast með því að líta á listann þinn:

  • Finna frábært samband

Fólk sem er í óhamingjusömu sambandi er með mun meira á sínum lista:

  • Fara í gegnum hryllilega erfið sambandsslit

  • Finna aftur tilfinningalegt jafnvægi

  • Finna frábært samband

 

Þannig ef þú lítur á það á þennan veg ertu í mun betri stöðu að vera ekki í sambandi!

Allar rannsóknir er lúta að hamingju og samböndum eiga fullkominn rétt á sér. Að sjálfsögðu. Þarna er verið að tala um manneskjuna sem þú ætlar að eyða lífinu með. Hversu fáránlega mikilvægt er að velja rétt? Valið er í þínum höndum þarna – þú ræður ekki við hvort þú færð sjúkdóm eða munt deyja of snemma en þetta er þitt val.

Svo: Hvernig á að breyta rétt í þessari aðstöðu?

Ókei. Byrjaðu á að mínusa aldur þinn við töluna 90…og nú gerum við ráð fyrir að þú lifir lengi. Auðvitað skilur fólk á lífsleiðinni en þú telur ekki að þú munir gera það (86% giftra einstaklinga telja að hjónaband þeirra muni ekki enda með skilnaði.)

Þegar þú velur þér lífsförunaut ertu að velja ýmislegt annað í leiðinni – þann sem þú munt deila 20.000 máltíðum með, sem mun hafa mikil áhrif á börnin þín/ykkar og sem þú munt ferðast með í kannski 100 skipti, og þú munt heyra hvernig dagurinn hans/hennar var í um 18.000 skipti.

Jamm, meira en að segja það.

Svo…hvers vegna er fólk sem er annars afar gáfað, rökhugsandi og flott fólk að velja lífsförunaut sem veldur þeim meiri vandræðum en ánægju?

Það er ýmislegt sem taka þarf til athugunar:

Fólki hættir til að vera úti á þekju þegar kemur að samböndum og hvað það vill fá út úr þeim

Þegar fólk er í makaleit á það til að eiga erfitt með að sjá fyrir hvað kann að vera gott í framtíðarsambandi. Oftast er það nú þannig í lífinu að við verðum ekki góð í einhverju nema að hafa prófað það nokkrum sinnum og lært eitthvað af því. Og flest okkar hafa ekki prófað samband af neinni alvöru mörgum sinnum áður en það lætur verða af stóru (stærstu) ákvörðuninni. Það er bara ekki nægur tími til þess! Það er ekkert sem undirbýr fólk fyrir þessa ákvörðun og oftast er hún byggð á tilfinningarökum en ekki öðrum rökum.

Samfélagið er ekki að hjálpa

Samfélagið hvetur okkur til að láta rómantík ráða för. Ef þú átt að mennta þig og stofna t.d. fyrirtæki ættirðu helst að fara í viðskiptafræði, búa til langtímaplön hvað viðskiptin og markaðssetningu varðar og horfa á útkomuna í lokin. Það er ekki nema rökrétt. Ef við ættum að læra í skóla hvernig velja ætti lífsförunaut væri staðan sú sama; að gera plön varðandi það eins og annað í lífinu. En samfélagið myndi segja að þú værir einstaklingur sem væri stjórnsamur, að hugsa allt of mikið um þetta og að þú værir hreinlega furðufugl.

Þú átt bara að hugsa um “örlögin,” vona það besta og treysta innsæinu. Ef þú myndir nota hið sama í viðskiptaáætlun myndirðu sennilega renna á rassinn með fyrirtækið þitt, og ábyggilega fyrr en seinna, nema þú yrðir afar heppin/n.

Við flokkum fólk

Þegar kemur að tilhugalífinu byggist allt á tilfinningu eða um u.þ.b. 98%: Við veljum fólk eftir flokkunarkerfi: Stór, mjór, menntaður, ómenntaður o.s.frv. Við förum á stefnumótasíður og leitum eftir þessum atriðum, og auðvitað útlitinu líka. En það er ekki “flott” að hitta fólk þannig. Myndir og þættir kenna okkur að þegar velja á maka á það að byggjast á heppni eða örlögunum.

Aldurinn

Í okkar heimi á að gifta sig eða koma sér í alvarlegt samband milli 25-35 ára. Samfélagið horfir frekar á 37 ára einhleypan mann eða konu með hneykslunaraugum heldur en einstæða 37 ára konu eða mann með tvö börn.

Líffræði mannsins er ekki að gera okkur neina greiða

Maðurinn þróaðist fyrir löngu síðan og skilur ekki þá hugmynd að hafa djúpa tengingu við einn aðila í 50 ár. Við skiljum bara að tilfinningar okkar segi: Ókei, ég er spennt/ur, gerum þetta…og frá losta til ástar förum við í að þrauka. Það er að segja ef við erum virkilega spennt fyrir manneskjunni.

Einnig má nefna “klukkuna” þar sem konan þarf að eignast börn fyrir ákveðinn tíma, hún þarf að vera í föstu sambandi fyrir fertugt (svona um það bil). Það skapar streitu eins og við öll vitum. Er samt ekki betra að ættleiða barn með rétta aðilanum en eignast börn með þeim ranga? Það er alveg pæling!

Þegar þú horfir á samferðamenn þína sem eru kannski ekki svo góðir í að vita hvað þeir vilja í sambandi en eru að flýta sér að velja einhvern til að eyða ævinni með; hvað sérðu?

Ofboðslega marga sem taka stórar ákvarðanir að óhugsuðu máli og klúðra stærstu ákvörðun lífs síns. Þannig: Veljum „rétt“ og horfum á stóru myndina í stað þess að blindast af heitum tilfinningum!

Heimild: Q

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!