KVENNABLAÐIÐ

Madeleine McCann í Paraguay? Víðtæk leit eftir að vitni sagðist hafa séð hana

Interpol, Liðsafli fjögurra lögreglustöðva og tvær hjálparstofnanir eru nú að gera víðtæka leit eftir að einkaspæjari sagðist hafa séð týndu stúlkuna í borginni Areguá í Paraguay, Suður-Ameríku.Madeleine væri nú 12 ára gömul en mál hennar er þekkt um allan heim eftir að hún hvarf af hóteli í Algarve í Portúgal árið 2007, þá þriggja ára.

mad1

Miraz Ullah Ali segist hafa, ásamt samstarfsmönnum sínum, fengið upplýsingar um að Madeleine hafi komið til landsins fyrir einum til tveimur mánuðum síðan og sé nú í haldi konu.

Madeleine eins og hún myndi líta út í dag, samkvæmt tölvutækni
Madeleine eins og hún myndi líta út í dag, samkvæmt tölvutækni

 

Sanny Amarilla lögreglustjóri einnar deildar af fjórum segir að liðsmenn lögreglustöðvanna, liðsauki frá Interpol og fleiri séu að leita í nágrenninu: “Við fötum þar sem ferðamennirnir og erlendir ríkisborgarar búa, rannsökum hús og sjáum hvort einhver sem samsvarar lýsingunni sé þar. Við viljum ekkert frekar en að koma stúlkunni til síns heima, til fjölskyldunnar.”

 

Ali einkaspæjari
Ali einkaspæjari

 

Kate og Gerry McCann hefur verið gert grein fyrir stöðunni og biðla til allra í nágrenninu að hafa augun opin og láta lögreglu viðvart sjái það eitthvað óvenjulegt.

 

Madeleine hefur í gegnum árin oft “sést” en engar vísbendingar hafa leitt til þess að hún hafi fundist. Fréttir frá löndum á borð við Svíþjóð, Belgíu, Marokkó og Hollandi hafa borist að sést hafi til hennar en án árangurs.

Foreldrar Madeleine
Foreldrar Madeleine

 

Í febrúar síðastliðnum sagði Kate McCann að hún telji að dóttir hennar hafi aldrei farið frá Portúgal, frá Algarve: “Þar var hún síðast og ég tel ekki að hún hafi verið flutt þúsundir kílómetra þaðan. Praia da Luz er staðurinn þar sem mér finnst ég hvað næst henni.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!