KVENNABLAÐIÐ

„Seljum alltaf babúskur á tónleikunum okkar“: Grúska Babúska í tónleikaferðalag

Svalar konur sem ætla að sigra heiminn! Grúska Babúska er íslensk hljómsveit stofnuð 2012 og er skipuð sex konum: Arndísi Önnu Gunnarsdóttur, Björk Viggósdóttur, Dísu Hreiðars, Guðrúnu Birnu le Sage de Fontanay, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur og Írisi Hrund Þórarinsdóttur. Hljóðfæri Grúsku Búbúsku samanstanda af röddum, syntha, gítar, bassa, píanó, melodicu, fiðlu, flautu, spiladós, trommu, töktum, slagverkum auk annara takt og hljóðtækja. Tónlistin myndar conseptið sem færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman og þrunginn alvarleika en ævintýralegan.

gruska3

 

Í apríl 2013 gaf Grúska Babúska út sitt fyrsta hljóðverk með breska labelinu Static Caravan, á babúskulöguðum minnislykli. Platan var tekin upp af Mike Lindsay, og mixuð í Greenhouse studios. Þann 1. nóvember 2013 gaf hljómsveitin svo út B-sides eða b-hliðina á niðurhalskóða inn í handmálaðri tré babúsku. Öll eintök af bæði minnislyklinum og trébabúskunum eru uppseld. Báðar plöturnar hafa fengið afar góðar viðtökur erlendis og afbragðsdóma, og þá einnig viðurkenningu fyrir frumleika pakninga og consepts. Grúska Babúska hefur einnig spilað á fjölmörgum tónleikum hérna heima, til dæmis tvisvar á Iceland Airwaves ásamt helstu stöðum bæjarins – KEX, Húrra, Gauknum, Dillon, Boston, Bar 11, Faktorý, Hemma og Valda, osfrv og hefur spilað með mörgum íslenskum tónlistarmönnum, þar á meðal nokkrum sinnum með dj. flugvél og geimskip, Catepillarmen, Milkhouse, Just Another Snake Cult, KiraKira, Kría Brekkan, Katrín Helgu (Kriki), Sóley, Samaris, Mr. Silla, svo e-ð sé nefnt.

 

gruska forsida
Í apríl 2013 fór hljómsveitin svo á tónleikaferðalag um London og spilaði þar ferna tónleika. Nú, þremur árum seinna, er svo sannarlega kominn tími á aðra tónleikaferð, en eftir viðbrögðin við tónlistinni okkar á Airwaves núna síðast, þá sáum við að við ættum heldur betur erindi ut í heim. Stefnan og markmiðið er því að halda utan, til UK réttara sagt, en þar er mikil gróska í tónlistarlífinu, og íslenskum indie/öðruvísi böndum tekið vel. Þar munum við halda fimm tónleika, þar sem við spilum á meira óhefðbundnum stöðum og bæjum en vaninn er, og leiðum saman hesta okkar við annað kvenkyns heimaband á hverjum stað.

 

gruska plan

 

“Okkur langaði að spila á stöðum þar sem væri mikil vaxandi tónlistarsena, og einnig leggja áherslu á að finna upphitunaratriði frá þeim stað, helst atriði skipaðri tónistarkonu, enda mikilvægt og gaman að efla tengslanet og kynnast tónlistarsenunni frá hverju stað enn betur og ýta undir og vekja athygli á grósku tónlistarkvenna. Það er sko nóg af sjarmerandi bæjum í Bretlandi þar sem listalífið ólgar og tekið er vel á móti manni og mikil spenna er fyrir tónleikunum okkar. Eins erum við fullar tilhlökkunar, enda svo gaman að spila erlendis og viðtökurnar við íslenskri tónlist alveg hreint ótrúlegar!”

Eftir mikla skipulagningu og e-mail samskipti við fjöldan allan af stöðum urðu Bristol, Cardiff og Glastonbury fyrir valin.

“Þetta var rosalega skemmtileg vinna og fróðlegt að sjá einmitt hvað þetta er mikil vinna! Það er mjög skiljanlegt að hljómsveitir ráði sér bókara fyrir tónleikaferðalögin, enda erfitt að bóka svona ferð úr öðru landi og án alls tengslanets. Það er svo ótrúlega margt sem þarf að huga að – finna upphitunarband, hanna postera, bóka rútuferðir og gistingu, semja við staðinn um backline og sölu aðgöngumiða, og svo margt margt fleira. Í Cardiff erum við til dæmis að fara að spila með tónlistarkonunni Volente, sem við einmitt kynntumst á tónleikaferðalagi okkar í London árið 2013, og við hlökkum mikið til að spila með henni! Hún var einmitt rosalega ánægð að heyra í okkur og var sko heldur betur til í að spila með okkur aftur og það var mikill innblástur fyrir hana að heyra í okkur, og í kjölfarið skipulagði hún þrenna aðra tónleika í kringum tónleikana okkar!“ Að auki mun tónlistarkonan ÍRiS hita upp fyrir okkur á tvennum tónleikum, en það er einmitt raftónlistar sólóverkefni Írisar Hrundar, meðlimi Grúsku.

 

gruska2

 

Í tilefni af túrnum er hljómsveitin að leita að gefins babúskum til að selja sem söluvöru á tónleikunum.
“Á tónleikum seljum við alltaf babúskur, þar sem engin er eins, og inn í hverri babúsku er niðurhalskóði inn á nýju plötuna okkar. Þetta er rosalega vinsæll varningur og svo gott að geta haft einhverja örlitla tekjuleið til að hafa amk efni á leigubíl heim af gigginu.

„Annars fengum við líka Loftbrú og smá styrk frá Tónlistarsjóði, sem hefur gert það að möguleika að fara í þessa ferð, og svo eiga auðvitað hlustendur okkar og fylgjendur stóran part í að þessi túr verði að veruleika, en lengi er búið að þrýsta á okkur að spila meira erlendis, og nú síðast eftir Airwaves ákváðum við að nú væri tími til kominn að láta þetta ævintýri rætast.”

“Lögin sem við munum flytja á tónleikaferðalaginu verða öll af nýju myndtónaröðinni okkar, en nú í fyrra gáfum við út 5-leika myndtónaröð, þar sem hverju lagi fylgdi myndbandsverk, öllum leikstýrðum af konum.”


Lögin tók hljómsveitin upp að mestu leiti sjálf, en Daði Birgisson (Mono Town) meðframleiddi þau og masteraði. “Við erum alveg rosalega spenntar að flytja þessi lög á tónleikaferðinni okkar, en við frumfluttum alla myndtónaröðina á Ariwaves í Iðnó nú í nóvember, við góðar undirtektir!”
Tónleikar verða á Húrra miðvikudaginn 9. mars! Kíktu hingað til að sjá nánari upplýsingar….

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!