KVENNABLAÐIÐ

Taylor Swift svarar Kanye West fullum hálsi á Grammy: „Leyfið engum að hirða heiðurinn af ykkur“

Taylor Swift hlaut Grammyverðlaun fyrir Besta album ársins ásamt því að taka við verðlaunum fyrir Besta tónlistarmyndbandið við lag hennar Bad Blood en það var þó ekki allt, því söngkonan fór með magnaða þakkarræðu á sviði. Þar hvatti hún ungar konur um allan heim til dáða og sagði hinum sömu að gefast ekki upp, hverju sem á gengi.

Sem fyrsta konan til að hljóta verðlaun fyrir Besta albúmið tvö ár í röð, vil ég segja eftirfarandi við allar þær ungu konur sem er að finna úti í hinum stóra heimi; þið eigið eftir að rekast á fullt af fólki sem reynir að eigna sér heiðurinn af ykkar verkum. Fjöldinn allur af fólki á eftir að reyna að gera lítið úr velgengni ykkar og jafnvel hreykja sér sjálft af því sem þið hafið áorkað. Fólk á jafnvel eftir að reyna að baða sig í ykkar sviðsljósi. Haldið áfram að einbeita ykkur að eigin vinnu og látið þetta fólk ekki slá ykkur út af laginu.

Taylor hefur hlotið mikið lof fyrir ræðu sína, en örfáir dagar eru síðan Kanye West frumflutti smáskífu sína af nýútkominni breiðskífu The Life of Pablo, þar sem rapparinn segist meðal annars eiga eftir að sofa hjá söngkonunni, hann hafi þegar upp er staðið, gert Taylor fræga. Í svívirðilegum textanum rappar Kanye meðal annars:

For all my Southside niggas that know me best /
I feel like me and Taylor might still have sex /
Why? I made that bitch famous (God damn) /
I made that bitch famous /

Í stuttu máli sagt varð allt vitlaust í netheimum og mótmælaöldur flæddu yfir Twitter, en í örvæntingarfulltri tilraun til að klóra yfir dónaskapinn, sagðist Kanye hafa borið textann undir Taylor og að hún hefði samþykkt orðalag hans.

Þessu hefur almannateymi Taylor neitað með öllu, en ræðan söngkonunnar í gærkvöldi þykir ekki einungis taka allan vafa af því að hún standi af sér opinberar árásirnar, heldur einnig að af níði Kayne geti aðrar ungar konur dregið mikilvægan lærdóm – að aldrei mega gefa þumlung eftir:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!