KVENNABLAÐIÐ

Beyoncé túrar um Evrópu og Bandaríkin í sumar – Svona verður dagskráin!

Hristu budduna og teldu aurana! Sjálf Beyoncé tilkynnti um fyrirhugað tónleikaferðalag sitt í gær, skömmu fyrir hálfleik Ofurskálarinnar en túrinn mun bera heitið The Formation World Tour og hefst þann 27. apríl nk. og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í bandarísku borginni Miami.

Strax í kjölfarið hyggst stjarnan troða upp í New York, Los Angeles, þá í Chicago, Toronto, Fíladelfíu, Dallas og mun tónleikaferðalagið í kjölfarið teygja sig til margra af helstu stórborgum Evrópu.

Evrópuleggurinn hefst þann 28. júní í Sunderland, Bretlandi og þaðan heldur Beyoncé áfram föruneyti til London, Manchester, Zurich, Amsterdam, Parísar, Mílanó, Stokkhólms, Frankfurt og fleiri borga.

Hér má sjá kynningarstikluna sjálfa sem gefin var út í gær, en alla dagskránna má sjá að neðan:

Formation túrinn hlýtur nafngiftina af nýútkominni smáskífu Beyoncé og er fyrsta tónleikaferðalag dívunnar frá sex vikna tónleikatúr þeirra Jay Z, sem bar nafnið On the Run og ferðaðist milli helstu stórborga í Bandaríkjunum sumarið 2014. Þar á undan hafði Beyoncé fylgt eftir vel heppnuðu tónleikaferðalagi sem teygði sig þvert yfir heimsbyggðina, spannaði heilar fimm heimsálfur og stóð yfir í nær tvö ár en sá túr hét Mrs. Carter Show World Tour og lauk á óvæntri útgáfu breiðskífunnar The Visual Album.

Lánsamir eru þeir sem státa af American Express kortum þessa dagana, en sérstök forsala verður haldin fyrir alla korthafa, sem hefst þann 9. febrúar nk. en almenn miðasala hefst þann 15. febrúar á meginlandi Evrópu og þann 16. febrúar í norður-Ameríku.

Hér má sjá alla dagskránna eins og hún leggur sig og þá er bara að krossa fingur og kaupa miða!

The Formation World Tour – norður-Ameríku leggur:

27 apríl – Miami, FL – Marlins Park
29 apríl – Tampa – Raymond James Stadium
1 maí – Atlanta, GA – Georgia Dome
3 maí – Raleigh, NC – Carter-Finley Stadium
5 maí – Nashville, TN – Nissan Stadium
7 maí – Houston, TX – NRG Stadium
9 maí – Dallas, TX – AT&T Stadium
12 maí – San Diego, CA – Qualcomm Stadium
14 maí – Los Angeles, CA – Rose Bowl
16 maí – Santa Clara, CA – Levi’s Stadium
18 maí – Seattle, WA – CenturyLink Field
20 maí – Edmonton, AB – Commonwealth Stadium
23 maí – Minneapolis, MN – TCF Bank Stadium
25 maí – Toronto, ON – Rogers Centre
27 maí – Chicago, IL – Soldier Field
29 maí – Detroit, MI – Ford Field
31 maí – Pittsburgh, PA – Heinz Field
3 júní – Boston, MA – Gillette Stadium
5 júní – Philadelphia, PA – Lincoln Financial Field
7 júní – New York, NY – Citi Field
10 júní – Baltimore, MD – M&T Bank Stadium
12 júní – Hershey, PA – Hersheypark Stadium

Evrópu-leggur:

28 júní – Sunderland, UK – Stadium of Light
30 júní – Cardiff, UK – Millennium Stadium
2 júlí – London, UK – Wembley Stadium
5 júlí – Manchester, UK – Emirates Old Trafford
7 júlí – Glasgow, UK – Hampden Park
9 júlí – Dublin, IE – Croke Park
12 júlí – Dusseldorf, DE – Esprit Arena
14 júlí – Zurich, CH – Letzigrund
16 júlí – Amsterdam, NE – Arena
18 júlí – Milanó, IT – Stadio San Siro
21 júlí – París, FR – Stade de France
24 júlí – Kaupmannahöfn, DK – Parken
26 júlí – Stokkhólmur, SE – Friends Arena
29 júlí – Frankfurt, DE – Commerzbank Arena
31 júlí – Brussel, BE – Roi Boudoin

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!