KVENNABLAÐIÐ

Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu

Það eru margir sem þola illa glútein og vilja sleppa því. Sjálf borða ég það, en mig langaði engu að síður að búa til glútenfríar bollur fyrir þá eða þær sem vilja sleppa glúteini.

Ég notaði glútenfrítt mjöl frá Finax í bollurnar, persónulega finn ég engan mun á þeim sem innihalda ekki glútein og týpískum vatndeigsbollum. Það er eingöngu munur á áferðinni á deiginu þegar ég bý þær til, glútenfría mjölið er mjög fíngert, deigið verður því léttara í sér og þarf því örlítið meira magn af mjölinu.

Að öðru leyti bragðast þetta eins og eru bollurnar sérstaklega góðar með gómsætri jarðaberjafyllingu.

Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu
8 – 10 bollur
 • 100 g smjör
 • 2 dl vatn
 • 2 msk sykur (má sleppa)
 • 120 g Finax glútenfrítt mjöl
 • 3 stór Brúnegg (eða fjögur lítil)
Aðferð:
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. )
 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur.
 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman.
 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum.
 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hæta á að bollurnar falli.
Jarðarberjafylling
 • 1 askja jarðarber ca. 8 – 10 stk.
 • 4 dl rjómi
 • 2 tsk flórsykur
Aðferð:
 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli.
 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin.
 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.
 4. Setjið fyllinguna í sprautupoka og sprautið á bollurnar. Ég sáldraði flórsykri yfir bollurnar en það er að sjálfsögðu hægt að setja á þær glassúr. Bæði betra.

Njótið vel.

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!