KVENNABLAÐIÐ

Krúttlegt! – Svona eru dísætu ástarjátningarnar á sykurhjörtun samdar!

Svo þú hélst að erfitt væri að koma heimspekilegum vangaveltum á framfæri gegnum 140 bókstafi á TWITTER? Prófaðu þá að skrifa á sælgætishjörtu! Iðnaðurinn blómstrar, starfgreinin er vissulega til og einmitt. Til er fólk sem hefur þann daglega starfa að semja falleg orð á sælgætishjörtu.

Aldrei keypt poka af litlum sælgætishjörtum sem segja ÉG ELSKA ÞIG eða ÞÚ ERT BEST/UR – upp á enska tungu? Hérna er sýnishorn af framleiðslunni og hugsaðu þig nú tvisvar um:

screenshot-www buzzfeed com 2016-02-05 12-08-50

Ungi maðurinn sem ræðir um starfið í myndbandinu hér að neðan heitir Randy Haralson og hlaut iðnina í arf frá föður sínum, sem svo aftur hlaut iðnina í arf frá föður sínum og svo koll af kolli. Randy, sem er barnlaus sjálfur, segir starfið hafa gengið í arf undanfarnar kynslóðir.

screenshot-www buzzfeed com 2016-02-05 12-09-34

Hann sé þannig fimmti eintaklingurinn í beinan karllegg sem heldur aðalsmerki fjölskyldunnar á lofti; hann semur og hannar falleg orð sem smellpassa á örsmá sælgætishjörtu.

… í raun og veru er ég að hjálpa fólki að túlka ólíkar tilfinningar. Fólk veit bara ekki alltaf hvernig best er að túlka væntumþykju og ást. Þar kem ég inn í myndina.

Randy er stöðugt að vinna að nýjum slagorðum á sælgætishjörtun og segir að sá útbreiddi misskilningur að hver sem er geti hannað örsmáar áletranir, sé hlægilegur. Starfið krefjist þolinmæði, útsjónarsemi og hnyttni.

Hér má sjá viðtal við manninn sem hannar fallegu orðin á sykruðu Valentínusarhjörtun:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!