KVENNABLAÐIÐ

Rihanna hrapar í vinsældum – breiðskífan ANTI selst í 460 eintökum fyrstu vikuna

Ó, nei! Ekki fyrr er nýjasta breiðskífa sjálfrar Rihönnu, ANTI, komin á markað en hrakspárnar fara að hrúgast inn. Þó samtök tónlistarútgefenda í Bandaríkjunum (the Recording Industry Association of America) hafi þegar krýnt ANTI platínumtitli, sem merkir að söngkonan hafi selt yfir milljón eintök, en sannleikurinn öllu flóknari.

Rauntölur hafa verið gerðar opinberar og eru svæsnar, en Samsung gaf yfir milljón eintök af ANTI breiðskífunni gegnum tónlistarveituna TIDAL og þannig hreppti Rihanna platínumtitilinn. Samkvæmt því er segir á vef New York Times, seldist breiðskífan í heilum 460 eintökum fyrstu vikuna – en þó verður að hafa hugfast að ANTI var gefin út á fimmtudegi.

Talsmenn TIDAL hafna þessu með öllu og segja ANTI hafa rokið út – að yfir 400.000 eintök hafi farið á fyrstu dögunum en að yfir milljón eintök hafi fengist gefins gegnum tónlistarveituna, allt fyrir tilstilli SAMSUNG.

Sjálf virðist Rihanna vera hæstánægð með sölutölur sem og viðtökur, en breiðskífan ANTI rataði í 27. sæti á vinsældarlista BILLBOARD og því jafnvel ekki loku fyrir það skotið enn að einhver gróði verði af útgáfunni.

Í það minnsta virðist vera kalt á toppnum og ekki tekið út með sældinni að halda heimsfrægð við, ekki einu sinni þegar sjálf Rihanna er annars vegar.

Hér má heyra smáskífuna WORK af breiðskífunni ANTI með þeim Rihönnu og Drake:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!