KVENNABLAÐIÐ

Tíu yndislegar leiðir til að bægja skammdeginu á brott

Dimmir vetrardagar sem fela einungis í sér örlitla sólarglætu endrum og eins geta orkað niðurdrepandi, að ekki sé minnst á kuldann sem fylgir skammdeginu. Hér á eftir fara nokkur ráð sem vega upp á móti skammdegisdrunganum og færa þér byrtu og yl inn í daginn.

1. Kveiktu ljósið um leið og vekjaraklukkan hringir og láttu þig ekki dreyma um að klæðast fyrir vinnu í myrkri og drunga; það dregur allan mátt úr þér.

2. Mmmm! Hafðu kaffikönnuna tilbúna og smelltu henni í gang um leið og þú vaknar. Ilmurinn er nýlöguðu kaffi á morgnana er ómótstæðilegur.

3. Smelltu þér í stuttan göngutúr í hádeginu. Ekkert jafnast á við smávægilega sólarglætu yfir myrkasta skammdegið. Það eitt að fara út fyrir hússins dyr og anda inn fersku lofti hressir og kætir.

4. Ekki fara rakleiðis heim að loknum vinnudegi. Langar setur fyrir framan sjónvarpið og Facebook eru niðurdrepandi. Farðu út að lágmarki einu sinni í viku og hittu vini þína yfir kaffibolla á skemmtilegum stað.

5. Fáðu þér einn stuttan fyrir kvöldmatinn. Já, það er rétt! Lifðu kynlífi. Er til betri leið til að nýta síðustu sólargeisla dagsins?

6. Taktu vítamín. Flestir íslendingar eru þjakaðir af D – vítamín skorti yfir vetrarmánuðina; utan þeirra sem borða reglulega feitan fisk eða skammta sér lýsi. D – vítamín hefur jákvæð áhrif á líðan þína ásamt því að hafa styrkjandi áhrif á augu, hár og neglur.

7. Þegar grámyglan ætlar um þverbak að keyra fyrir utan gluggann, er fátt skemmtilegra en að breyta til í stofunni. Smelltu litríkum púðum í sófann og skiptu um skerma á lömpum. Og ef ævintýraþráin ætlar allt um þverbak að keyra; málaðu þá einn vegg sólargulan og brostu.

8. Settu fersk, afskorin blóm í vasa á eldhúsborðið. Þau fríska upp á andann og fela í sér örlítið sýnishorn af vorinu sem er rétt handan við hornið.

9. Planaðu styttri ferðir utandyra. Ekki eyða öllum dögum inni við og spandera dagsljósi sem þú getur notið í botn. Er allt á kafi í snjó? Skelltu þér í sleðaferð! Farðu í bíltúr, skrepptu í nærliggjandi bæjarfélag og farðu á handverksmarkað. Möguleikarnir eru endalausir.

10. Síðast en ekki síst; dekstraðu við tilfinningalífið og njóttu kvöldverðar við kertaljós. Nýttu þér kosti munúðarfulla kosti myrkra vetrardaga. Kuldinn einn er nægur til að hvetja elskendur til að hjúfra sig saman og njóta hlýjunnar sem skapast við faðmlög. Hvað gerist næst, er óþarft að útskýra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!