KVENNABLAÐIÐ

Adele, Aerosmith og REM öll tryllt út í Trump: „Vogaðu þér ekki að spila okkar tónlist!“

Sjálf Adele er búin að fá nóg af Donald Trump og hefur sett frambjóðandanum skýr mörk; að tónlist hennar ómi hvergi nærri milljarðamæringnum meðan sá síðarnefndi heldur framboðsræður frammi fyrir fjölda fólks.

Trump hefur ítrekað spilað tónlist Adele fyrir opnum tjöldum á framboðsfundum sínum og ætlaði allt um koll að keyra þegar stórsmellurinn Rolling in the Deep brast á í hljóðkerfinu eftir eldheita barátturæðu Söruh Palin á fjölmennum baráttufundi í Oklahoma fyrir skömmu. Atvikið olli ómældri hneykslan og reiði meðan almennings og tónlistargagnrýnenda víða um heim. Áður hafði Trump skipað svo um að lag Adele, Skyfall, ætti að óma í hljóðkerfinu þegar hann steig fram fyrir opnum tjöldum og ræddi við eigin stuðningsfólk í Ohio en óskaði ekki leyfis í það skiptið fremur en áður.

Aðdáendur brugðust ókvæða við á Twitter og kröfðust þess að Adele, sem ítrekað hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji ekki tengjast stjórnmálaumræðu, setti repúblikanum stólinn fyrir dyrnar og tæki fyrir flutning á verkum hennar á framboðsfundum. Nú hefur Adele brugðist við og má þannig lesa ítarlega umfjöllun á vef breska miðilsins INDEPENDENT, þar sem talsmaður söngkonunnar þvertekur fyrir að leyfi hafi fengist fyrir flutningnum.

Trump misnotaði stórsmell Adele, sem hefur fengið nóg – grein heldur áfram:

Adele er ekki eina stórstjarnan sem hefur sett Trump stólinn fyrir dyrnar. Þannig lamdi Steven Tyler í borðið og sagði nóg komið í kjölfar kosningarfundar Trump, en þar mátti hlýða á stórsmell Aerosmith, Dream On, svo í glumdi. Gekk sveitin fram af svo mikilli hörku að lögmaður þeirra sendi herbúðum Trump stefnu fyrir brot á höfundarrétti, þar sem frambjóðandinn lék hljóðverkið í heimilidarleysi fyrir opnum tjöldum í óþökk höfunda. Í stefnunni stóð meðal annars:

Flutningurinn, sem fram fór í heimildarleysi, gefur þá mynd að Aerosmith styðji við framboð Trump til forseta Bandaríkjanna og styðji jafnvel við baráttumál frambjóðandans. Þetta er alrangt.

Aerosmith kærði Trump fyrir brot á höfundarlögum eftir ítrekaðan og opinberan flutning á stórsmellinum Dream On á kosningafundum – sjá ummæli aðalsöngvara REM fyrir neðan myndband – grein heldur áfram:

Michael Stipe, söngvari REM, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu í kjölfar þess að Trump lét flytja lag með sveitinni á baráttufundi, án heimildar REM. Stipe sparaði ekki stóru orðin og sagði einfaldlega:

Farðu til helvítis – vesæli, athyglissjúki og valdasjúki litli maður. Vogaðu þér ekki að nota tónlistina okkar eða mína rödd til að hífa upp eigin vinsældir í afkáralegri herferð þinni.

Þar höfum við það; Donalt Trump má aldrei spila þetta lag að nýju:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!