KVENNABLAÐIÐ

Lífrænt engiferseyði með hunagsdreitli sem rífur í kvefið – Uppskrift

Engifer hefur heilandi áhrif á líkamann og getur verið rífandi sterkt mótefni gegn kvefpestum, magakveisum og jafnvel meltingartruflunum. Því er jafnvel ekki úr vegi að eiga engifer-seyði í eldhúsinu, skuli einhver andstyggð í formi inflúensu banka upp á svona yfir kaldasta tíma ársins.

Uppskriftin hér að neðan getur unnið á móti hóstakjöltri, hálsbólgu og jafnvel sefað vægan sótthita, en hér má skoða hvenær engifer-te getur komið að gagni. Athuga verður að engifer getur aldrei leyst hefðbundin lyf við alvarlegri sjúkdómum með öllu af hólmi, því er alltaf ráðlegt að leita læknis ef einkenni eru svæsin. En engiferrótin býr engu að síður yfir ágætum eiginleikum sem koma að góðu gagni ef einkenni eru væg – að ekki sé minnst á hversu næringarrík rótin er:

ginger-root

Hægðatregða, flökurleiki, vindverkir og meltingartruflanir: Einmitt hér getur engifer-seyði komið að góðum notum, en ekki allir vita þó að engiferseyði kemur ekki einungis jafnvægi á meltinguna heldur getur einnig aukið matarlyst, sem getur verið hjálplegt þegar flensan hfur svipt mann ráði og rænu.

Kvefstífla og þyngsli fyrir öndunarfærum: Engifer-seyði er frábært mótefni við stífluðum nefgöngum, getur hjálpað til við að hreinsa lungun og létta á þungri öndun sem orsakast aaf kvefi. En engifer er líka bólgueyðandi og getur því hjálpað við að hreinsa ennis- og kinnholur sem geta ýtt undir stíflur í nefi.

Gigt: Einmitt. Engifer er bólgueyðandi og getur þar af leiðandi sefað bólgur vegna slit- og liðagigtar. Frábært getur verið að drekka engifer-seyði ef þú ert með liðverki.

Bíl- og flugveiki: Ekkert virðist engifer óviðkomandi. Rannsóknir hafa þannig sýnt fram á að engifer getur sefað milda bílveiki. Hrein engiferrót er ekki jafn áhrifarík og hefðbundin sjóveikislyf, en þessi magnaða rót getur sannarlega haft mild áhrif og sefað væga bílveiki.

Frygðaraukandi: Ótrúlegt en satt, engifer getur haft jákvæð áhrif á kynhvötina. Rótin eykur blóðflæði líkamans og getur því verið kynörvandi, en þó í vægu magni og grunar undirritaðri að hugur verði að fylgja máli, ef ætlunin er að nýta engiferrótina í kynörvandi tilgangi.

Að því sögðu: Þó nýta megi mulinn engifer getur kryddið sjálft sem matvöruverslanir selja, aldrei leyst ferska engiferrót af hólmi. Best er að kaupa lífrænt vottaða engiferrót og það ferska, en alltaf skyldi byrja á því að afhýða rótina sjálfa – hvort sem matskeið eða flysjari er notaður til verksins.

Recipe-fresh-ginger

Uppskriftin hér að neðan inniheldur hunang, en einnig má nota Agave-sýróp út í blönduna. Vel má geyma blönduna sjálfa í vatnskönnu sem sett hefur verið í kæli, en svona er best að bera sig að:

  1. Byrjaðu á því að þvo, afhýða og skera ferska engiferrót í þunnar sneiðar. Þá getur verið frábært að sneiða niður eina sítrónu og sjóða með í pottinum. Þú stýrir styrkleikanum, sem fer eftir því hversu margar engifer-sneiðar eru settar út í vatnið en ágæt viðmiðun er að sneiða engiferrótina niður og setja u.þ.b. 20 – 25 sneiðar út í tvo lítra af vatni.
  2. Seyðið er einfaldlega sett í stóran pott, vatnið er hitað að suðumarki og svo er hitinn lækkaður á hellunni. Þegar blandan er farin að kólna örlítið eru engifersneiðarnar sigtaðar frá og seyðinu hellt á vatnsflösku sem hægt er að loka. Gott er að bæta hunangi út í blönduna, til að mýkja bragðið örlítið.
  3. Blandan geymist í kæli í 3 – 4 daga. Bæði er hægt að hita upp seyðið eða drekka einfaldlega vel kælt.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!