KVENNABLAÐIÐ

Hún klippir toppinn sjálf, skiptir svo hárinu í tvennt og VÁ! – Þvílíkur sparnaður!

Er stutt í stefnumótið? Allir hárgreiðslumeistarar landsins uppbókaðir á föstudegi? Leyfir buddan jafnvel ekki rándýra klippingu? Þér hefur þó ekki dottið í hug að snyrta toppinn sjálf? Það er ákveðin kúnst að klippa hár og ekki hættulaust að vaða með IKEA skærin inn á baðherbergi, munda vopnið við spegilinn og klippa þvert yfir toppinn. Hvað ef slys ber að höndum? Toppurinn kemur út rammskakkur? Heldur maður bara áfram að klippa þar til komið er upp í rót?

Hvernig á maður eiginlega að redda lúkkinu á skotstundu og halda andlitinu um leið? Án þess að vaða út með skakkan topp, mislöng augnahár og sært stolt? Það er ekki mikill vandi! Þú þarft að gæta þín; í fyrsta lagi þarftu að vera með góð skæri. Heimaaðgerð á borð við þessa má aldrei framkvæma með bitlausum skærum, þú mátt alls ekki klippa í ákjósanlega sídd í fyrstu atrennu – heldur þarftu að fikra þig áfram þar til síddinni er náð og þú VERÐUR að eiga góða hárklemmu til að halda öllu hárinu aftur.

Að því sögðu skaltu líka gæta þín á því að skipta hárinu í tvennt, sirka út þríhyrning að framan … og NARTA í endana þegar síddinni er náð! Heimaklippingu má vel framkvæma með góðum skærum og hárblásara. Líttu á myndbandið hér að neðan og sjáðu hvernig hún fer að!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!