KVENNABLAÐIÐ

SNILLD! – Þetta frábæra samfellutrix lágmarkar hættu kúka-slysa við bleyjuskipti!

Frábært samfellutrix, ef svo má að orði komast, gengur mæðra (og feðra) á milli þessa dagana. Ekki allir átta sig nefnilega á því að samfellur sem ætlaðar eru nýfæddar börnum eru útbúnar sérstökum saumum á öxlunum, sem gerir foreldrum og umönnunaraðilum kleift að smeygja samfellunni af öxlum barnsins, þegar … kúkaslys, í orðsins fyllstu merkingu, hafa átt sér stað.

Hvaða foreldri, barnapía, dagforeldri og jafnvel leikskólastarfsmaður kannast ekki við stöðuna? Ungt barn með bleyju skilar hressilegum hægðum sem fylla nærumhverfið vægast sagt ónotarlegri lykt. Af fara ytri fötin, barnið er því næst lagt á bakið og við tekur það vandasama verk að smeygja samfellunni – sem jafnvel er (einmitt) smituð af hægðum, yfir bak, axlir og höfuð barnsins.

Konan sem tók umrætt myndband upp og sýnir hvernig má hámarka hreinlætið og um leið einfalda bleyjuskiptin segir þannig að eftir tíu ár í móðurhlutverkinu, hafi nýverið runnið upp fyrir henni HVERNIG fjarlægja á samfellu af barni í ofangreindu tilfelli … og við getum ekki annað en klappað fyrir konunni.

Fáránlega einfalt en breytir miklu, ekki satt!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!