KVENNABLAÐIÐ

6 atriði sem gerast þegar þú hættir að borða kjöt

Fólk byrjar að borða eingöngu grænmetisfæðu útaf margskonar ástæðum.

Sem dæmi má nefna vegna ofþyngdar, til að verða orku meiri, draga úr áhættunni á hjartasjúkdómum, minnka þann lyfjaskammt það hefur verið að taka… það eru svo margar góðar ástæður fyrir því að skipta yfir í grænmetið og ávextina.

Og ef þig vantar ennþá fleiri góðar ástæður og hversu gott það er fyrir þig að hætta að borða kjöt, lestu þá áfram.

1. Þú dregur úr bólgum í líkamanum

Ef þú ert að borða kjöt, ost og mikið unnin mat þá eru líkur á því að þú sért með bólgur í líkamanum. Á meðan bólga eins og eftir slys er eðlileg og nauðsynleg að þá eru bólgur í líkama, mánuðum ef ekki árum saman alls ekki eðlilegar. Þrálátar bólgur hafa verið tengdar við sjúkdóma eins og æðahrörnun, hjartaáföll, heilablóðföll, sykursýki, sjálfsónæmissjúkdóma og fleiri.

Á móti kemur að mataræði sem saman stendur af grænmeti og ávöxtum er náttúrulega bólgueyðandi því grænmetisfæði er ríkt af trefjum, andoxunarefnum og svo miklu miklu fleiri jákvæðum áhrifum en hér er upp talið.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem taka upp grænmetisfæðið lækka mjög mikið prótein sem kallað er C-reactive protein en þetta prótein er það sem eykur á bólgur í líkama.

2. Kólestrólið í blóðinu mun minnka svo um munar

Þegar kólestról hækkar í blóði eykur það áhættuna á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli, en þetta eru algengustu dánarorsök í Bandaríkjunum. Mettuð fita sem aðalega finnst í kjöti, fuglakjöti, osti og öðrum dýraafurðum er aðal orsök á hækkun kólestróls.

Annað sem rannsóknir hafa leitt í ljós aftur og aftur, er að þeir sem færa sig yfir í grænmetið og ávextina græða það að þeirra kólestról lækkar að meðaltali um 35%. Í mörgum tilvikum er þetta sama niðurstaða og gerist með því að taka inn lyf til að lækka kólestrólið en mun heilbrigðari leið.

3. þú gefur þinni örveruflóru yfirhalningu

Þær trilljónir af örverum sem lifa í líkama okkar eru sameiginlega kallaðar örveruflóra. Í vaxandi mæli eru þessar örverur nú samþykktar sem afar nauðsynlegar fyrir okkar almennu heilsu. Ekki bara til að hjálpa okkur að melta mat heldur framleiða þær mikilvæg næringarefni, þær “þjálfa” ónæmiskerfið, kveikja og slökkva á genum og halda vefjum í meltingarvegi heilbrigðum. Einnig eru þær vörn gegn krabbameini.

Rannsóknir sýna að þær spila hlutverk þegar kemur að offitu, sykursýki, liðagigt, sjálfsofnæmissjúkdómum, bólgum í þörmum og lifrasjúkdómum.

Grænmetisfæðan hjálpar að viðhalda heilbrigðri örveruflóru í þörmum. Trefjar í grænmetisfæði auka á vöxt “vingjarnlegu” bakteríanna í meltingarvegi. Það mataræði sem áberandi skortir trefjar getur aukið á vöxt slæmu bakteríanna sem kalla á sjúkdóma. (mataræði sem er ríkt af mjólkurvörum, eggjum og kjöti).

4. Þú breytir því hvernig genin þín vinna

Vísindamenn hafa komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að umhverfis- og lífsstíls þættir geti kveikt og slökkt á genum. Sem dæmi, þau andoxunarefni og önnur næringarefni sem við fáum úr grænmetisfæði getur breytt tjáningu gena til að hagræða því hvernig frumur gera við DNA sem hefur laskast. Einnig hefur uppgötvast að með grænmetismataræði … LESA MEIRA

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!