KVENNABLAÐIÐ

Spike Lee leikstýrir nýrri heimildarmynd um Michael Jackson: Off the Wall

Viðhafnarútgáfa af breiðskífu Michael Jackon, Off the Wall verður gefin út þann 26.  febrúar nk. en samhliða útgáfunni, sem kom fyrst út árið 1979 verður spánýrri  heimildarmynd sjónvarpað og ber myndin, sem Spike Lee leikstýrir, heitið Michael Jackson’s Journey from Motown to Off the Wall.

Heimildarmyndin verður frumsýnd þann 5. febrúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni Showtime og inniheldur meðal annars viðtöl við tónlistarmennina Pharrell, Mark Ronson, John Legend, L.A. Reid og Kobe Bryant en fyrsta kynningarstiklan fór í loftið nú fyrir helgina.

Falsettutónn Jackson lagði grunninn að söngferli The Weeknd
Falsettutónn Jackson lagði grunninn að söngferli The Weeknd

Má þar meðal annars sjá söguleg myndbrot af tónleikaferðalagi Jackson ásamt viðtali við tónlistarmanninn The Weeknd, sem segir konung popptónlistar hafa gífurleg ítök í tónlist sinni.

Ég hef alla mína tíð litið á Michael sem fyrirmynd og [breiðskífan] Off the Wall varð óumdeilanlega til þess að ég taldi mig geta sungið. Ég fann mína eigin falsettu gegnum lagið Don’t Stop ‘Til You Get Enough sem kemur fyrir á Off the Wall.  

Questlove hélt að Jackson væri að syngja um matargaffla en ekki máttinn
Questlove hélt að Jackson væri að syngja um matargaffla en ekki sjálfan máttinn

Þá viðurkennir tónlistarmaðurinn sem kallar sig Questlove flissandi að hann hafi misskilið texta Jackson og haldið að konungur popptónlistarinnar væri að syngja um matargaffla, en ekki máttinn í lagi sínu Don’t Stop ‘Til You Get Enough. Á frummálinu segir Questlove þannig:

“I didn’t even know he was saying, ‘Keep on with the force, don’t stop.’ I thought it was about forks.”

Heimildarmyndin Journey from Motown to Off the Wall verður frumsýnd þann 24. janúar á Sundance kvikmyndahátíðinni, eða fjórum vikum áður en að sýningu á Showtime kemur en hér má sjá brot úr myndinni sjálfri:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!