KVENNABLAÐIÐ

Hjúkrandi köttur hlúir að veikum dýrum – Magnaðar myndir

Gæludýrin okkar eru okkur mikilvæg. Þau veita okkur gleði og huggun og oft á tíðum virðist sem þau viti þegar okkur líður illa eða erum veik. Þá er notalegt að hjúfra sig með þeim og maður getur næstum fundið fyrir heilunarmætti þeirra. Það er líka áfall þegar þau slasa sig eða veikjast og þurfa að fara til dýralæknisins. Áhyggjur af þeim þegar þau fara í aðgerð og það ríkir sorg ef þau þurfa að hverfa frá okkur.

En svona hjúkku sem ég skrifa nú um ættu allir dýraspítalar að hafa.

Þessi litla saga er um stórt hjarta.

Í pólsku borginni Bydgoszcz er nokkuð sérstakt dýraathvarf að því leitinu til að þar starfar mjög svo einstök „hjúkka” að nafni Rademenes. Rademenes er lítill svartur kisi sem var fluttur, nær dauða enn lífi vegna öndunarfærasýkingar, í dýraathvarfið til aflífunar.

En stundum gerast kraftaverkin þegar síst skyldi. Starfsfólkið gaf honum séns og hjúkruðu honum eins vel og þau gátu og viti menn, Rademenes lifði af og batnaði af sýkingunni.

maxresdefault (14)

Núna lifir hann góðu lífi í athvarfinu og endurgeldur lífgjöf sína með því að hjúkra veikum og særðum dýrum. Hann liggur hjá þeim tímunum saman, heldur utan um þau og þvær þeim.

1026922133

Starfsfólkið hefur tekið eftir því að Rademenes veitir þeim dýrum sem eru að jafna sig eftir aðgerð, sérstaklega mikla athygli og þrífur á þeim eyrun og veitir þeim kærkomna huggun.

maxresdefault (15)

Það er ég viss um að eigendur þeirra dýra sem þurfa á aðhlynningu að halda, þarna í athvarfinu, séu sérlega ánægðir með starfskraftinn.

nursecat9

Ég, sem þriggja katta, tveggja hunda og einnar kanínu eigandi, þætti ákaflega vænt um svona þjónustu handa þeim og vildi óska að það væri gæludýra-hjúkka á öllum dýraspítulum.

nursecat15

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!