KVENNABLAÐIÐ

Er dökki hýjungurinn að ergja þig?

Húðin er stærsta líffæri líkamans og það er hreint ekki í lagi að setja hvað sem er á hana. Allt sem sett er á húðina fer beinustu leið inn í blóðrásina og hefur áhrif á alla líkamsstarfsemi.

En hvað á kona að gera sem er með dekkri hýjung í andlitinu enn gengur og gerist? Er eitthvað annað á markaðnum enn rándýr og baneitruð efni til að eyða þessum leiðindakvilla? Þær  konur sem hafa gengið í þá gildru að raka sig (já það eru margar konur sem gera það) hafa sjálfsagt tekið eftir því að með tíð og tíma fer hýjungurinn að vaxa út dekkri og stífari enn áður.

En eftir því sem ég kemst næst í rannsóknum mínum á netinu, þá er hægt að komast fyrir þetta með mjög einföldum ráðum.

Þetta er eitthvað sem ég er sjálf ekki búin að prófa en það mun gerast á næstunni.

Hér er mjög einföld uppskrift, náttúruleg og eitthvað sem allflestir eiga í skápunum hjá sér.

Innihald:

2 matskeiðar hunang

2 matskeiðar sítrónusafi

1 matskeið haframjöl

Haframjölið er mulið í duft, hunangi og sítrónusafa bætt við það og hrært mjög vel saman. Smyrjið haframjölskreminu á æskilega staði og leyfið því að sitja þar í ca 15 mínútur áður enn skolað er af með volgu vatni. Notið gott andlitskrem á eftir.

Endurtakið ca 2-3 í viku og eftir um það bil mánuð ætti hýjungurinn að vera horfinn.

Gerum tilraun stelpur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!