KVENNABLAÐIÐ

HÚSRÁÐ – 21 einfalt ráð til að spara matarkostnað

Jæja gott fólk, nú er alveg tilvalið að taka upp nýja siði. Bæði til sparnaðar og eins til að taka þátt í því að verja umhverfi okkar.

Matarsóun er eitthvað sem bítur flesta í hjartastað þegar það þarf að henda blauta ónýta salatinu eða mygluðu jarðarberjunum vegna þess að heimilisfólkið var ekki nógu duglegt að borða þetta í tíma. En það er hægt að finna ótrúlega mikið af ráðum til að koma í veg fyrir þetta.

Hér eru nokkur:

#1 – Settu laukana í nælonsokk og bittu hnút á milli þeirra. Með því að hengja þá þannig upp í eldhúsinu, endast þeir í allt að 8 mánuði þar sem þeir eru í fersku lofti og liggja ekki saman.

#2 – Kartöflur, lauka og epli ætti aldrei að geyma saman. Kartöflur og epli ættu að geymast í sitthvoru lagi í ísskáp þar sem þau rotna mun síður í myrkrinu og svalanum. Munið bara eftir að fylgjast með og taka skemmd í burtu jafnóðum til að þau smiti ekki heilbrigðu eplin, þetta gildir líka um kartöflurnar.

#3 – Þegar fersk ber eru keypt, ætti að setja þau strax í skál með vatni og borðediki (hlutföll 10:1) og sigta þau og leyfa þeim að þorna. Þetta drepur allt líf á þeim og berin endast lengur.

#4 – Hunang sem geymt er í vel lokaðri glerkrukku, endist nærri því að eilífu. Reyndar er þessi dísæti unaður talin ein langlífasta fæða í veröldinni.

12527676_10153736096529627_161556467_n
Svona sparar þú eggin!

#5 – Egg geturðu geymt með því að brjóta þau í ísmolabox með örlitlu salti og fryst þau.

#6 – Tómatsósur og pastasósur geturðu einnig fryst. Helltu þeim í plastpoka með rennilás og settu í frystinn í ca. klukkutíma. Hálffrosin sósan er síðan skilin í sundur í litla skammta með því að þrýsta hníf á massann og búa þannig til nokkra kassa(eggin upp). Setjið aftur í frystinn þar til við næstu notkun.

Frystu kryddjurtirnar í ólívuolíu!
Frystu kryddjurtirnar í matarolíu!

#7 – Þegar þú tínir kryddjurtirnar þínar, geturðu brytjað þær niður, hellt ólífuolíu yfir þær og sett kryddolíuna þína í ísbox og fryst. Endast bókstaflega að eilífu.

Svona eykur þú endingu banana!
Svona eykur þú endingu banana!

#8 – Með því að vefja matarfilmu utan um stöngulinn á banönunum endast þeir mun lengur og brúnast mun seinna.

#9 – Sellerí, brokkolí og salathausar endast mun lengur stökkir ef þeir eru geymdir í álpappír í ísskápnum.

#10 – Salat endist vel innvafið í eldhúspappír, sem dregur þá í sig allan aukaraka.

#11 – Gulrætur endast nær að eilífu ef þær eru geymdar í myrkri í sandi. 

blogger-image-929699048
Frystu kjöthakkið í litlum pokum

#12 – Kjöthakk er hægt að geyma á sama hátt og tómatsósurnar, hálf-fryst í plastpoka með rennilás og því næst skipt niður í hæfilega matmálsskammta með því að þrýsta hníf (eggin upp) á massann og skapa ferninga.

#13 – Ostur í dollum endist lengur ef dollan er geymd á hvolfi!

Maturinn geymist betur í glerkrukkum
Maturinn geymist betur í glerkrukkum

#14 – Í stað plastíláta er ráðlegra að nota glerkrukkur með loki þegar geyma á mat. Allur matur endist lengur í gleri enn plasti.

#15 – Brauðosturinn er mikið betri á bragðið, svitnar ekki og endist mun lengur ef hann er geymdur í smjörpappír í stað plastsins.

Ræktaðu vorlauk í eldhúsinu!
Ræktaðu vorlauk í eldhúsinu!

#16 – Settu rótina á vorlauknum þínum beint í vatn þegar þú kaupir hann og leyfðu honum að halda áfram vexti sínum þar. Þá áttu alltaf ferskan vorlauk og það vex nýr upp úr rótinni ef þú setur hana í mold þegar þú ert búin að nota laukinn alla leið niður.

Svona heldur þú kökunni ferskri!
Svona heldur þú kökunni ferskri!

#17 – Kökur endast og endast ef þú raðar brauðsneiðum á skurðarsárin til að verja þær á milli þess sem tekið er af þeim. Brauðið ver kökuna fyrir loftrakanum, dregur hann í sig og kemur í veg fyrir að kakan þorni og harðni.

#18 – Eins geturðu sett eina brauðsneið ofan í púðursykurspokann til að hann haldist mjúkur.

#19 – Þegar fetaosturinn klárast, geturðu sett restina af olíunni í flösku ásamt mörðum hvítlauksgeira og þá ertu komin með hvítlauksolíu út á pizzuna.

Tómatasneiðar á gróðurmold

#20 – Þegar þú skerð niður tómat næst, taktu þá frá eina eða tvær sneiðar og leggðu þær ofan á moldina í blómapotti. Eftir fáeinar vikur ertu komin með eigið tómattré.

#21 – Þegar þú kaupir þér ávexti næst, taktu þá strax úr plastpokanum þegar heim er komið. Þeir skemmast síður ef þeir eru ekki geymdir í kæfandi plastinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!