KVENNABLAÐIÐ

„Heilsufæði“ getur aukið hættu á offitu – Rannsókn

Heilsufæði er fitandi, en einungis ef of stórra skammta er neytt. Þetta kann að hljóma snúið, en æ fleiri glíma við ofþyngd þó sykurneyslu sé haldið í algeru lágmarki. Jafnvel það eitt að taka hvítt hveiti út úr mat og skipta út fyrir glútenlaust mjöl getur haft þyngdaraukningu í för með sér, þar sem glútenlaust mjöl er ekki endilega einingasnauðara; eini munurinn er sá að glútensameindirnar vantar í ákveðnar mjölgerðir.

Nýleg rannsókn sem framkvæmd var á vegum ríkisháskólans í Texas og var kunngjörð í fagritinu Journal of the Association of Consumer Research, sýnir þannig að „hollar” fæðutegundir ginni oft neytandann, sem telji jafnvel að heilnæm fæða sé í öllum tilvikum beinlínis megrandi.

Eins og þeir þó vita sem borða jafnan heilnæmt fæði, er lítið til í fyrrgreindu. Ákveðnar fæðutegundir eru hollari en aðrar en það merkir ekki að þær séu hitaeiningasnauðari. Þetta benda höfundar rannsóknar á og segja jafnframt að þeir sem reiða sig eingöngu á innihaldslýsingar matvæla í þeirri von að borða hollari mat, endi oft uppi með stærri skammta í hvert mál sem geti leitt af sér aukna líkamsþyngd.

Glútenlaus lífsstíll: Hvað nú?

Þetta byggja rannsakendur á niðurstöðum endurtekinna rannsókna sem öllum var ætlað að kanna matarlyst í ólíkum aðstæðum. Í einni rannsókninni var þáttakendum boðið að borða eina  „heilnæma smáköku” og aðra “óholla smáköku”. Þáttakendur sögðust enn svangir þegar þeir höfðu borðað  „heilnæmu smákökuna” en því var öfugt farið með  „óhollu smákökuna” sem enginn vildi meira af. Niðurstöðurnar þykja áhyggjuefni og segja rannsakendur að eitt sé víst; að þegar matvara er sögð  „heilnæm” – fitusnauð, trefjarík og svo framvegis, finni neytendur oft lengur til svengdar eftir að hafa lokið við málsverð og panti jafnvel ábót af sömu fæðutegund sem svo aftur geti leitt til óhóflegrar inntöku hitaeininga.

Anna Birgis ritstjóri HEILSUTORG um megrunarkúra: „Skyndilausnir virka aldrei“

Af þessu má ætla að innihaldslýsingar matvæla geti jafnvel  „stuðlað óbeint að aukinni þyngd í stað þess að draga úr offitufaraldrinum” og ef marka má niðurstöður, sem lýsa hungurkenndri ásókn neytenda í  „holl matvæli” sem leiða af sér kaloríusukk, er sennilega í einhverjum tilfellum betra að halda í við stóru heilsuskammtana og narta fremur í  „óholla smáköku” sem inniheldur færri hitaeiningar.

Auðvitað á þetta þó ekki við um alla, en er sannarlega umhugsunarvert engu að síður. Áramótaheitið ætti því ekki að snúast um að borða einungis hollan mat, heldur einnig að gæta að því magni sem fer á diskinn að hverju sinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!