KVENNABLAÐIÐ

Lana Del Rey (30) í lífshættu vegna ofsókna rússneskra eltihrella

Lana Del Rey óttast um líf sitt og hefur fulla ástæðu til að skelfast, en söngkonan hefur farið fram á nálgunarbann gegn tveimur rússneskum konum sem hafa setið um djassdívuna sorgmæddu undanfarna mánuði og haft í frammi vægast sagt ógnandi tilburði.

Þetta kemur fram á slúðurmiðlinum TMZ, en Lana segir tvíeykið ósvifna, sem heita Nataliia Krinitsyna og Luliia Vladimirovna Pozdina, hafa elt sig á röndum undanfarna mánuði og hrópað að henni ókvæðisorðum á almannafæri. Þá hafa stúlkurnar tvær skrifað söngkonunni fjölmörg hótunarbréf þar sem ýmist má lesa berorða dagdrauma um ofbeldi eða vangaveltur um sjálfsmorð.

Svo langt gengu eltihrellirnir tveir, að Lana neyddist til að flytja en stúlkurnar höfðu uppi á nýja heimilisfanginu, hreiðruðu um sig í nágrenninu þar sem þær höfðust við næturlangt í svefnpokum og öskruðu ókvæðisorð að skelfingu lostinni söngkonunni þegar myrkva tók á kvöldin.

Terrence Loves You: Melódramatísk Lana Del Rey með tvær nýjar smáskífur

Lana hefur nú loks fengið nálgunarbanni framgengt sem skipar fyrir um að friðarspillirnir haldi sig í 100 metra fjarlægð að lágmarki og er vonandi að úrskurður dómara nægi til að tryggja Lönu annars sjálfsagt næði. Þetta mun þó ekki í fyrsta sinn sem söngdísin þarf að draga geðsjúkum aðdáendum fremur óvægin mörk. Þannig braust 19 ára gamall karlmaður að nafni Zachary Bentol Self inn á heimili Lönu í desember, en sá hafði lagt á sig ferðalag yfir þver og endilöng Bandaríkin til þess eins að geta hreiðrað um sig í bílskúr söngkonunnar.  

Talið er að Self hafi læðst inn í bílskúrinn meðan iðnaðarmenn voru að störfum, en endurbætur á húsinu stóðu yfir. Lana var hins vegar ekki heima þegar innbrotið átti sér stað og hefur Self verið ákærður fyrir ofsóknir og grófa tilraun til innbrots.

Það er augljóslega ekki tekið út með sældinni að tilheyra þeim ríku og frægu.

TMZ greindi frá

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!