KVENNABLAÐIÐ

Bráðaofnæmi fyrir hnetum! Hverju breytir það í daglegu lífi þeirra sem það snertir?

Lífsreynslusaga: Helga Árnadóttir, um aðstæður fólks með bráðaofnæmi í Kananda samanborið við á Íslandi.

Fyrir nokkrum árum síðan hafði ég í raun ekki hugmynd um það, þar sem ég þekkti engan sem var með bráðaofnæmi. Ég hafði hvergi fengið fræðslu eða upplýsingar um fæðuofnæmi eða bráðaofnæmi né hafði ég leitað eftir því, þar sem það var mér einfaldlega víðs fjarri. Þess vegna áttaði ég mig ekki á því hvað var að gerast eina kvöldstund þegar líkami kornungrar dóttur minnar hlaut skyndilega mikil útbrot, mætti líkja við að golfkúla hefði blásið upp á enninu á henni og uppköst hófust. Í geðshræringu minni kallaði ég út lækni sem kom eftir að mestu ósköpin höfðu gengið yfir, staldraði stutt við og sagði mér að barnið væri líklegast komið með hlaupabólu. Því miður reyndist sú greining ekki rétt því skömmu síðar fékkst staðfest að barnið væri með bráðaofnæmi fyrir hnetum og kastið rakið til þess. Þannig hefjast kynni okkar fjölskyldunnar af bráðaofnæmi, staðreynd sem upp frá þeirri stundu hefur óumflýjanlega leikið stórt hlutverk í lífi fjölskyldunnar.

Í Kananda með bráðaofnæmi

Í dag bý ég ásamt fjölskyldu minni í Kanada, ýmislegt hafði áhrif á þessa ákvörðun okkar að flytjast tímabundið til Kanada og spilaði þar inn í sú forvitni okkar að kanna að hvaða leyti líf okkar með bráðaofnæminu yrði frábrugðið því sem við máttum venjast heima. Sem móðir barns með lífshættulegt bráðaofnæmi þá verð ég að viðurkenna að þetta ástand dóttur minnar hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf okkar fjölskyldunnar. Áhyggjur eru oft viðloðandi, ekki síst ef ég er ekki á staðnum til að gæta hennar og við foreldrarnir gerum náttúrulega allt til að reyna að tryggja það að hún komist ekki í snertingu við hnetur en samt sem áður að líf hennar sé eins eðlilegt og afslappað og kostur er. Líkt og aðrir foreldrar þá er okkur ekkert mikilvægara en öryggi barnanna okkar og fylgir bráðaofnæminu oft mikið álag þar sem maður getur einfaldlega ekki haft stjórn á öllum kringumstæðum þrátt fyrir mikinn vilja. Þó svo að við höfum aðeins búið skamman tíma í Kanada þá finn ég nú þegar mikinn mun á aðstæðum fólks með bráðaofnæmi á Íslandi samanborið við Kanada. Í Kanada virðist fólk þekkja nokkuð vel til bráðaofnæmis sem ég tel að eigi ekki almennt við á Íslandi. Þó nokkuð er um að kanadísk fyrirtæki geri út á að bjóða vörur sem innihalda ekki hnetur, enda ört stækkandi hópur fólks með þetta fæðuofnæmi og aðstandendur sem einnig þurfa að gæta sín. Að sjálfsögðu er ýmislegt gott heima á Íslandi en betur má ef duga skal og með sameiginlegu átaki og vitundarvakningu er hægt að hlúa mun betur að þeim einstaklingum sem kljást við ýmiss konar bráðaofnæmi. Mér hefur fundist það gera mér og mínum gott að upplifa aðrar aðstæður en á Íslandi og vissulega geri ég mér grein fyrir að fámennið á Íslandi spilar inn í en ég tel að það geti einnig verið kostur og langar mig að deila því sem upp kemur í huga minn.

Innihaldslýsingar

Nákvæmar innihaldslýsingar eru mikið grundvallaratriði fyrir fólk með fæðuofnæmi og í Kanada eru innihaldslýsingar til fyrirmyndar og í flestum tilfellum kemur fram á pakkningum ef matvæli gætu hugsanlega innihaldið ofnæmisvalda í snefilmagni. Matvælafyrirtækin eru meðvituð um að verði misbrestur þar á þá þurfa þau að taka alvarlegum afleiðingum. Að geta treyst því sem stendur í innihaldslýsingum er ómetanlegt og það eru sjálfsögð réttindi hvers einstaklings að fá upplýsingar um það sem hann hyggst innbyrða. Ferðir í matvöruverslanir geta einnig oft verið ansi tímafrekar og verslanirnar oft mikill frumskógur, þannig að þá kemur sér afskaplega vel þegar verslanir bjóða viðskiptavinum sínum upp á þá gæðaþjónustu að hafa rekka þar sem einungis er boðið upp á vörur sem innihalda ekki tilgreinda ofnæmisvalda, að auki eru líka margar vörutegundir sérmerktar með Peanut Free merki og leitast ég alltaf við að versla þær vörur. 

Hversdagslegu hlutirnir

Það sem maður á árum áður taldi til hversdagslegra hluta eins og t.d. að skella sér í bakaríið eða á kaffihús hefur flækst ögn með árunum og var í raun ekki í boði fyrir okkur lengur ef litli ofnæmispésinn okkar var með í för, þar sem mikið er unnið með hnetur í íslenskum bakaríum. Í Kanada getum við notið þess sem maður áður fyrr tók sem sjálfsögðum hlut og átt góðar samverustundir á hnetufríu kaffihúsi og notið góðra veitinga án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Það sama á við um veitingahús í Kanada en mjög mörg þeirra eru til fyrirmyndar þegar kemur að þjónustu við fólk með sérþarfir. Starfsfólk er almennt vel upplýst um bráðaofnæmi og iðulega kemur yfirþjónn eða kokkur til borðsins … LESA MEIRA:

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!