KVENNABLAÐIÐ

Girl Power í Hollywood – Heba Þórisdóttir förðunarmeistari þar á meðal!

Íslenski förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir sem farðar m.a. bandarísku leikkonurnar Melissu McCarthy, Kristen Wiig, Leslie Jones og Kate McKinnon  fyrir sjálfstætt framhald stórmyndarinnar Ghostbusters, prýðir glæsilega hópmynd sem Melissa McCarthy deildi á netinu sl. þriðjudag undir yfirskriftinni Girl Power.

Þar segir Melissa McCarthy að þær merku konur sem starfi að tjaldabaki við gerð kvikmyndarinnar eigi heiður skilið fyrir skapandi dugnað sinn og elju; að fagteymið sem starfar beggja megin linsunnar samanstandi af fleiri hæfileikaríkum konum en einungis aðalleikkonunum fjórum.

Heba Þórisdóttir er í næstefstu röð til vinstri – sjá hring:

11944993_10152864353685834_766795288_n

When we stand together we are unstoppable! #GirlPower skrifaði Melissa þannig á Twitter og kvað upp þrefalt húrra fyrir Ellen DeGeneres, sem deildi tístinu og undirstrikaði þannig orðin sem ætlað var að lýsa þeim þrótti sem fólginn er í samvitund kvenna.

Þetta fullkomnaði daginn minn – skrifaði Ellen á Twitter og deildi tístinu:

Stórmyndin er væntanleg í kvikmyndahús í júlí 2016 og er sjálfstætt framhald Ghostbusters, sem út kom árið 1984 og sló eftirminnilega í gegn, en auk Hebu og fjögurra aðalleikkvenna myndarinnar má einnig sjá áhættuleikara, hárgreiðslukonur, aðstoðarkonur framleiðenda, leikmyndafólk og fleiri konur sem allar starfa við myndina. Af skiljanlegum ástæðum vantar þó Paul Feig, sem leikstýrir kvikmyndinni, í þennan föngulega hóp.

Sjálf er Heba þrautreyndur förðunarfræðingur og hefur þannig starfað við fagið í rúm tuttugu ár, en hún kom meðal annars að gerð stórmyndanna Django Unchained og The Avenengers, eins og lesa má af vef IMDb en hér má skoða vefsíðu Hebu þar sem sjá má helstu verk hennar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!