KVENNABLAÐIÐ

DÁSAMLEG VIÐBRÖGÐ FÖÐUR – „Hvernig myndi þér líða ef sonur þinn vildi leika með dúkkur?“

Þegar Mikki Willis tók upp stutt farsímamyndband sl. föstudag, sem sýnir þá Azai, sem er fjögurra ára gamall sonur hans, nýkomna úr leikfangaverslun þar sem drengurinn valdi Ariel hafmeyju að gjöf, óraði hann ekki fyrir þeim gífurlega usla sem stutt og skemmtilegt spjall þeirra feðga átti eftir að valda. Myndbandið sem Mikki deildi upprunalega á Facebook, hefur nú verið skoðað tæplega 15 milljón sinnum og ekkert lát er á viðbrögðunum.

Hvernig heldur þú að faðir bregðist við þegar sonur hans biður um svona dúkku?”  segir Mikki glaðlyndislega framan í myndavélina og hlær. Hann heldur áfram og segir að erindi þeirra feðga í dótabúðina hafi verið að skipta afmælisgjöf, sem Azai fékk – en eins og gerast vill, fékk barnið tvö nákvæmlega eins leikföng að gjöf og ákvað eðlilega að skipta öðru þeirra.  „Já!” skríkir fjögurra ára drengurinn himinlifandi í framsætinu við hlið föður síns og svo bresta þeir báðir í hlátur.

screenshot-mic.com 2015-08-25 16-13-03

ZjI1YTNkOTg1NSMvUlNnMG5zdHp5YUkzenRuTEJHdWJLVmpQUkRVPS9maWx0ZXJzOmZpbHRlcnM6Z2lmdigpL2h0dHA6Ly9zMy5hbWF6b25hd3MuY29tL3BvbGljeW1pMikki, sem deildi myndbandinu aftur í dag, þakkaði notendum Facebook fyrir og sagði meðal annars:

Meðan litla myndbandið okkar heldur áfram ferðalagi sínu um vefinn, þjónar það sem áminning þess hversu mikið við öll þörfnumst þess að vera elskuð og viðurkennd.

Þá segir Mikki einnig að þeir feðgar hafi lengi vel tekið upp lítil myndbönd saman sem hann deilir með nánustu fjölskyldu en að þessum viðbrögðum hafi hann ekki átt von á:

Fólk hefur borið upp spurninguna: „Hvernig leið þér þegar Azai valdi dúkkuna?” Í hreinskilni sagt varð ég alls ekki undrandi. Azai er bæði hrifinn af prinsessum og vélmennum. Eina stundina er hann lítill stráka-strákur og þá næstu er hann hlýr og blíðlyndur. Í mínum augum er sú hegðun líka mun eðlilegri, mér þætti ekki eðlilegt ef drengurinn sýndi einhliða hegðun allan daginn.

wna4lmdyghz1jgfxrufakwmen2izbvawoumgfrzahxdmkqz3qxmu3nzemxhhmfct

Þó segir hann að komið hafi fát á hann þegar hann sá hversu óeðileg hlutföll dúkkana voru og að hann hafi saknað þess að sjá aðeins dúkkur af hvítum kynþætti:

Ég varð að bíta í vörina til að segja ekki: „Af hverju veljum við ekki aðra dúkku sem er raunverulegri í útliti?” Ég vil ekki að drengirnir mínir alist upp við þær ranghugmyndir að allar konur líti út eins og Barbie dúkkur og sagði því: „Af hverju skoðum við ekki bara allar dúkkurnar áður en þú ákveður hvaða dúkku þig langar í?” En hann var alveg ákveðinn. „Mig langar í þessa hafmeyju!”

Mikki segir einnig að hans hlutverk sem föður sé að tryggja börnum sínum öryggi:

Ég ákvað að leyfa barninu að ráða ferðinni, þar sem ég vissi að þetta gæti hrint af stað umræðu okkar á milli um útlitsdýrkun og jafnræði ólíkra kynþátta. Mitt hlutverk sem föður er að tryggja börnunum mínum öruggt leikumhverfi þar sem þeir geta leikið með þau leikföng sem þeir vilja, nema þeir vilji finna upp á sínum eigin leikjum sjálfir!

Hér má þá sjá myndbandið sem hefur fengið yfir 15 milljón flettingar á Facebook síðu Mikki:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!