KVENNABLAÐIÐ

DIY – Sjö dásamlegar leiðir til að endurnýta gömul koffort og lúnar ferðatöskur

Sælar, elskurnar! Frúin fór rakleiðis upp á toppinn í gær og ljómar af hamingju! Það sem klórþvegnu grenikönglarnir verða lekkerir í aðventukransinn, stelpur mínar – Frúin bara veðraðist öll upp og ákvað að snara rakleiðis í aðra umfjöllun – með smá svona ferðaívafi í þetta sinnið! 

Jú, það eru öll þessi óskaplega fínu koffort sem ilma af raka og liðnum árum og ægifínum minningum sem aldrei líða manni úr minni. Þetta má endurnýta, litlu molarnir mínir. Alveg upp á nýtt og fínpússa, búa til bókahillur, leikhús fyrir börnin og Frúin bara veit ekki hvað og hvað.

Þetta rak svona eiginlega bara á fjörur Frúarinnar í gær, þar sem hún var með nefið á kafi ofan í Pinterest (þar finnur Frúin svo mikinn innri frið) – en svona fallegar endurvinnsluhugmyndir mega ekki liggja milli hluta. Upp með sandpappírinn, gott fólk, dustið rykið af ónýtu ferðatöskunni og hefjist handa!

Dásemdin ein!

Ægilega er þetta rómantískt. Hver var það aftur sem sagði að náttborð ætti að vera nýtt? Sá hinn sami hefur nú ekki alveg verið í lagi. Hér er nefnilega komið náttborð og rúmfatageymsla, leyndarmálakista og Guð má vita hvað. Lekkert, ekki satt? 

Sjá allt ferlið hér: The Art of Doing Stuff

Svo má auðvitað endurvinna gamla bjútíboxið, stelpur mínar! Hér hefur einu, sem er komið til ára sinna verið umbreytt í HLEÐSLUSTÖÐ! Fyrir síma, já! Og spjaldtölvur! Alveg yndislegt! 

Sjá allt ferlið hér: Design Sponge

Þetta gamla koffort tekur sig glæsilega út í einu horni borðstofunnar. Þarna má raða inn bókum og fíneríi, gömlum heimshnetti jafnvel sem stungið er í samband á kvöldin og svo var það ferðaútvarpið – æ, hvað er nú gaman að láta sig dreyma! 

trunk bookshelf_8 sm
Sjá allt ferlið hér: Less Than Perfect Life of Bliss

Auðvitað langar öllum litlum stúlkum að eiga dúkkuhús. En ekki hvað? Hér er komið eitt tilvalið, sem er hægt að taka með heim til ömmu gömlu um helgar – auðvitað er búið að mála dúkkuhúsið með krítarlitum og svo eru það bara hæðirnar í húsinu. Dásemd í dós! 

 

Sjá allt ferlið hér: My Poppet
Sjá allt ferlið hér: My Poppet

Allar konur þurfa á skvísukofforti að halda. Smá svona prívati, þið skiljið. Þar sem Louboutin skórnir fara inn og Chanel klúturinn fær að vera í friði. Hafa skal það sem hljómar betur og allar konur ættu að eiga einn svona skvísuskáp sem geymir bara gersemar! 

Sjá nánar hér: Pop Sugar
Sjá nánar hér: Pop Sugar

Að manni skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrr! Ha? Hér hafa fáránlega sniðugir foreldrar útbúið heilan ævintýraheim sem er vandlega falinn ofan í gamalli ferðatösku! Allt sem til þarf eru fjórir litlir trékubbar (sem mynda grunnstoðirnar) og svo sviðsmyndin. Og já! Þetta er ein og sama taskan – allt sem þarf er að snúa spjaldinu við og geyma hin leikföngin undir! 

Sjá allt ferlið hér: Tara Dennis
Sjá allt ferlið hér: Tara Dennis

Elsku litlu loðhnoðrarnir. Ekki mega dýrin verða eftir; þessi útfærsla er alveg gasalega sæt fyrir litlu kjölturakkana og auðvitað slær útfærslan svo öll krúttmet ef lagt er upp í ferðalag  með kafloðinn krúttmola. Nú, svo er hundamatinum bara stungið undir plötuna og þegar snæða á, þá er taskan opnuð og … 

Sjá allt ferlið hér: Beyond the Picked Fence

Sjá allt ferlið hér: Beyond the Picked Fence

Fleiri hugmyndir: Sewlicious Home Decor

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!