KVENNABLAÐIÐ

Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli

Spínat og skjaldkirtils greinin mín sem birtist fyrir rúmum 2 árum fékk yfir 12.000 deilingar á Facebook svo ég vissi að umræðuefnið væri eitthvað sem þú hefðir virkilegan áhuga á.

Hef ég beðið spennt eftir því að deila með þér grein dagsins, því þetta er eitthvað sem ég veit að mun breyta hugmyndum þínum um vanvirkni skjaldkirtils.

Hefur saga mín frá því að greinast með latan skjaldkirtil og upplifa mig ráðavillta, orkulausa og í vangetu með að léttast…

…yfir í að standa í dag með heilbrigðan skjaldkirtil, þurfa tveggja tíma minni svefn en áður og hafa meiri stjórn á heilsu og þyngdartapi.

Það sem ég hef lært hefur ekki bara hjálpað mér að vinna bug á lötum skjaldkirtli með lífsstíl og mataræði, án nokkurra lyfjanotkunar heldur einnig þeim konum sem hafa verið hjá mér í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

Hvað er latur/vanvirkur skjaldkirtill?

Skjaldkirtill hægir á brennslustarfsemi líkamann og getur því verið orsakavaldur þess að margir ná ekki að léttast.

Farðu hér til þess að lesa meira um einkenni þess sem fylgja vanvirkum skjaldkirtli.

Ég vil taka það fram að öll erum við ólík og því get ég aldrei gefið loforð um að þær leiðir sem ég notaði geti virkað á þig. Alltaf er best að vinna bug á lötum skjaldkirtli eins snemma og greining eða vitund um það fæst, eins og ég gerði. Hafa þessar leiðir hjálpað konum að efla starfsemi skjaldkirtils og efla brennslu mjög fljótt á meðan hjá öðrum tók það lengri tíma. Var það allt gert í samstarfi við lækna.

HÉR ER HVERNIG ÉG HVATTI STARFSEMI SKJALDKIRTILSINS

shutterstock_146526803

Ég tók út fæðu sem dró úr hæfni líkamans að nýta joð…

Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati, grænkáli, brokkolí og fleira sem kallast Goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu. Ég tók úr mataræðinu hráar afurðir í þessum fæðuflokkum og léttsteikti eða eldaði þær þess í stað.

Ég tók inn Joð…

Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð. Þess vegna tók ég inn Joð í dropaformi í samráði við lækna til að efla starfsemi skjaldkirtilsins.

Ég passaði að hafa jafnvægi í fæðunni…

Í mínu tilfelli var of mikið af hráu grænmeti og of lítið af dýraafurðum sem olli því að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.

Er þetta góður minnispunktur um að hætta að hlusta á hvernig mataræði maður á og á ekki að borða og leyfa megrunarkúrunum að halda okkur trú um loforði sem kannski á ekki við okkur.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um leiðir til að sigrast á lötum skjaldkirtli: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!