KVENNABLAÐIÐ

SKREYTINGAR: Fabulous í fánalitum regnbogans

Það fer ekki framhjá neinum að um þessar mundir standa yfir Hinsegin dagar í höfuðborginni okkar. Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni og meira að segja hefur Skólavörðustígurinn fengið makeover og er kominn í sparigallann fyrir gleðigönguna!

Regnbogafáninn var fyrst hannaður og saumaður af Gilbert Baker árið 1978 og í dag er hann orðinn eitt helsta tákn réttindabaráttu samkynhneigðra og er viðurkenndur af Alþjóðlegu fánanefndinni. Því er vel við hæfi að skreyta sig í öllum regnbogans litum til að fagna fjölbreytileikanum og sýna samstöðu í málefnum hinsegin fólks.

Lúkkið: 

Þó svo að best klædda fólkið í göngunni verði klárlega á pöllunum þá þýðir það ekki að við hin getum ekki verið með og verið Fabulous í fánalitunum!

mynd 1 (1)

Sjúklega sætar regnboganeglur geta ekki klikkað

mynd 2 (1)

Regnbogaeyliner er alveg málið, nett og flott!

mynd 3 (1)

…hvern erum við að plata? Því meira því betra!

mynd 4 (1)

Fyrir þau sem vilja taka þetta alla leið! Af hverju ekki? Ef Skólavörðustígurinn púllar þetta, þá af hverju ekki þú?

Eftir gönguna er svo alveg upplagt að fá sér smá hressingu og hita upp fyrir Reykjavík Pride ballið sem er síðar um kvöldið. Fánaþemað er alveg að lúkka þar líka.

Pride partý: 

Mynd 5mmmm…

Mynd 6

Matur verður bara ennþá girnilegri þegar hann er í öllum litum regnbogans!

Mynd 7

Svo flott!

Mynd 8

„Oh I´m on Sex and the city!“ Hversu töff jello skot?

Þið sem eruð metnaðarfyllstu gestgjafarnir látið reyna á þetta!

Það sem setur svo punktinn yfir i-ið í svona þemapartýum er skrautið: 

mynd 9

Regnbogaveifur eru algjört æði! Flott til að hengja yfir veisluborðið.

Mynd 10

Krúttleg hjörtu sem er auðvelt að föndra.

Litaður pappír + skæri + grillpinnar + lím= Hrifnir veislugestir

Mætum öll í Gleðigönguna og sýnum samstöðu með því að taka þátt í gleðinni, vonandi sem flest vel skreytt í öllum regnbogans litum!

Hinsegin Dagar

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!