KVENNABLAÐIÐ

V I Ð U R S T Y G G Ð: Kviksetti eigin hund, tjóðraði við jörðina og gekk á brott

Viðurstyggilegt vonskuverk hundaeiganda nokkurs í París heppnaðist nær því, ef ekki hefði verið fyrir árvökulan gæludýraeiganda sem rak augun í niðurgrafinn hund á byggingarsvæði nú sl. sunnudag.

Enginn vafi leikur á að um viljaverk var að ræða, en það var maður að nafni Pedro Dinis sem hafði lagt upp í morgungöngu með heimilishundinn, sem kom auga á vesalings dýrið, sem niðurgrafið upp að herðakamb, beið dauða síns – rígbundið, máttvana og sennilega afar vonlítið um björgun.

11828584_996968317001636_9069878258869193481_n

Um fáfarna gönguleið í einu af fjölmörgum úthverfum Parísar var að ræða, en hefði Pedro ekki átt leið hjá – er ógerlegt að segja hvort hundinum hefði nokkru sinni verið bjargað – eða hvort dýrið hefði mætt grimmilegum örlögum þeim sem fyrrum eigandi hans augljóslega ætlaði honum; að vera kviksettur á byggingarsvæði og bundinn tryggilega niður svo dýrinu tækist ekki að flýja.

11796325_996968457001622_5666465957611496285_n

Sjálfur deildi Pedro ljósmyndaröðinni sem fylgja með greininni, á Facebook síðu sinni og sagði meðal annars í athugasemd:

Vesalings dýrið var svo kirfilega niðurgrafið að ekkert sást nema höfuðið. Það var meira að segja erfitt að áætla hversu mikill jarðvegur væri kringum hundinn. Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma til að gerast lífgjafi.

Pedro brást samstundis við og hóf umhugsunarlaust að grafa upp deyjandi dýrið, í þeirri von að bjarga mætti lífi hundsins.

11825702_996969500334851_5443667270121674261_n

Heimilishundur Pedro lét heldur ekki sitt eftir liggja og reyndi sitt besta, svo hjálpa mætti vesalings hundinum upp úr viðbjóðslegri gröfinni.

11846788_996969210334880_5367747511584415086_n

Ekki leið á löngu þar til Pedro gerði sér ljósa grein fyrir því að ekki aðeins hafði dýrið verið grafið lifandi í jörðu, heldur hafði reipi einnig verið sett um háls hundsins og rígfest svo enginn vafi léki á því að ætlunarverkið tækist.

11800273_996970233668111_6371353206130012867_n

Pedro gróf dýrið upp með berum höndum, þar sem hann tók engin verkfæri með sér í morgungönguna og gat ekki hugsað sér að fara frá vesalings hundinum í þessu ásigkomulagi. Verkið gekk því hægt, en örugglega og smám saman tókst Pedro að frelsa dýrið úr ánauðinni.

11703331_996970447001423_5518243475172887664_n

Hundurinn fékk vatn úr drykkjarflösku Pedro þegar tekist hafði að losa um jarðveginn sem þrengdi að dýrinu og hefði dregið hundinn til dauða, ef engan hefði borið að – en dýrið var í framhaldinu flutt rakleiðis á dýraspítala, þar sem læknar hafa meðhöndlað tíu ára gamlan rakkann við losti og vökvaskorti.

11825218_996970350334766_1984385978465121735_n

Að öllum líkindum hefði verið ógerlegt að finna þann sem ábyrgur var fyrir dýraníðinu ef ekki hefði verið fyrir húðflúr á líkamanum sem vísaði á eiganda hans. Þessu greindi franska dagblaðið Le Parisian meðal annars frá en lögreglumenn gátu þannig haft upp á eigandanum, sem gaf þá skýringu að dýrið hefði hlaupist á brott. Þar sem hundurinn er orðinn tíu ára gamall og er þjakaður af gigt, tók lögreglan skýringarnar ekki trúanlegar og hefur eigandinn verið ákærður fyrir dýraníð. Ef eigandinn verður fundinn sekur um athæfið, má reikna með að hann hljóti allt að tveggja ára fangelsisdóm og verði gert að greiða því sem nemur 4 milljónum íslenskra króna.

Hér má sjá nýlega ljósmynd af hundinum, þar sem sjá má að dýrið er við mun betri heilsu eftir stutta veru á dýraspítalanum þar sem hann dvelur nú á og fær bestu hugsanlegu aðhlynningu: 

11822711_10153462449257208_4580290660788188647_n

Ljósmyndir: Pedro Dinis@Facebook

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!