KVENNABLAÐIÐ

Ristuð JARÐARBER á Mascarponesæng

Þessi réttur er himneskur og óvanalegur að því leyti að jarðarberin eru bökuð í ofni sem gerir þau alveg ótrúlega góð! MJÖG EINFALT AÐ GALDRA FRAM…

Mascarpone-Mousse-with-Roasted-Strawberries-5

Ofnbökuð jarðarber:
    • 2 bollar jarðarber skorin í fernt
    • 2 tsk sykur
    • 1/4 tsk vanilludropar
Mascarpone búðingur:
  • 250 grömm mascarpone ostur við stofuhita
  • 125 grömm rjómaostur við stofuhita
  • 4 matskeiðar sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 bolli rjómi

Fresh-Oregon-Strawberries-2

AÐFERÐ:

Bökuð jarðarber:
    1. Hitaðu ofninn á 180 og smyrðu eldfast mót með kókosolíu og leggðu berin í mótið.
    2. Sykraðu berin og bættu við vanilludropunum og blandaðu öllu vel saman.
    3. ristaðu þau í ofninum í 20-25 mínútur.
Mascarpone búðingur:
  1. Þeyttu saman mascarpone ostinn, rjómaostinn, 3 matskeiðar sykur og vanilludropana þar til allt hefur blandast vel saman.
  2. Í annari skál skaltu þeyta saman rjómann og 1 matskeið af sykri þar til rjóminn er stífþeyttur. Blandaðu svo rjómanum saman við mascarponeblönduna.
  3. Sprautaðu eða settu með skeið mascarponerjómann í 6 litlar skálar og settu bökuðu jarðarberin ofaná. best er að bera réttinn fram um leið og hann er tilbúinn og berin enn heit.

Mascarpone-Mousse-with-Roasted-Strawberries-3

Uppskrift er fengin héðan þar sem notast var við gervisætu en við gerðum hann með hvítum sykri og hann heppnaðist mjög vel.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!