Tímaritið National Geographic hefur tilnefnt sigurvegara í ljósmyndasamkeppni ferðalanga en alls bárust yfir 17,000 ljósmyndir hvaðanæva úr heiminum. Hér eru þær bestu að mati dómnefndar:

Fyrsta sæti: Hvala-hvíslararnir

Kafað með hnúfubak og kálfi hennar í Roca Partida í Revillagigedo, Mexiko. (Ljósmyndari: Anuar Patjane)

Annað sæti: Verkamenn

Þessir menn sem vinna við malargröft líta út um gluggann á hvíldarherbergi sínu. Chittagong, Bangladesh. (Ljósmyndari: Faisal Azim)

Þriðja sæti: Kameldýra kappreiðar

Kameldýrakappreiðar í Oman ganga út á að sýna styrk og hraða dýranna (Ljósmyndari: Ahmed Al Toqi)

Viðurkenningasæti: Nótt í Deadvlei

Ljósmyndin fangar ótrúlegan stjörnubjartan himinn og sjálfa vetrarbrautina. (Ljósmyndir: Beth McCarley)

Viðurkenningasæti: Öndin fönguð

Tveir drengir fanga önd í Nong Khai héraði í Tælandi. (Ljósmyndari: Sarah Wouters)

Viðurkenningasæti: Rúmenía, land ævintýranna.

Frostið leggst yfir þorpið Pestera (Ljósmyndari: Eduard Gutescu)

Viðurkenningasæti: Heiðarbúarnir

Slegið með gamla laginu í Póllandi (Ljósmyndari: Bartłomiej Jurecki)

Viðurkenningasæti: Hvítir flóðhestar

Ljósmyndarinn reyndi heila nótt að fanga fegurð þessara hvítu flóðhesta sem eru í útrýmingarhættu en ekkert gekk. þegar hann vaknaði höfðu þrír þeirra samfnast saman nálægt gististað hans í  Ziwa Rhino friðlandinu í  Úganda. (Ljósmyndari: Stefane Berube)

Viðurkenningasæti: Indversk glíma

Kushti  er indversk glímulist þar sem keppendur klæðast lendarskýlum og berjast í hálfgerðum moldargryfjum. (Ljósmyndari: Alain Schroeder)

Viðurkenningasæti: Himna gufubaðið

Gufubað í 2,800 metra hæð í ítölsku ölpunum. (Ljósmyndari: Stefano Zardini)