KVENNABLAÐIÐ

12 tegundir MATVÆLA sem fara FRÁBÆRLEGA með HÁRIÐ

Hárvörur geta verið rándýrar, erfitt er að finna réttu tegundina á tíðum og stundum veinar veskið hreinlega. Olía eftir hárkúr eftir sjampó eftir hárnæringu; allt getur þetta kostað skildinginn sinn og þrátt fyrir að ægilega gaman geti verið að eiga fallega hárlínu – er ekkert sem segir að matvælin í eldhúsinu geti ekki gert sama gagn.

Hér fara tólf – nokkuð óvæntar – en skemmtilegar lausnir sem allar má finna í flestum eldhúsum og kosta ívið minna en rándýrar hárvörur sem sumar hverjar, … virka svo ekki þegar upp er staðið.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-10-09

Avókadó – Eykur gljáa

Áttu ofþroskað avókadó í ávaxtaskál? Ekki henda því! Merðu fremur aldinkjötið með gaffli og berðu í þurrt hárið – frá miðju og út í enda. Láttu liggja í hárinu í ca. 20 mínútur, þvoðu hárið með góðu sjampói og notaðu næringu á eftir. Þegar ferlinu er lokið, á hárið að gljáa meir en venjulega.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-07-45

Kókosolía – Græðir slitna enda

Þú þarft ekki á rándýrri hárolíu að halda. Notaðu frekar nokkra dropa af kókosolíu, nuddaðu í báða lófa og berðu í hárendana. Kókosolían getur unnið kraftaverk á slitnum hárendum.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-14-41

Eplaedik – Djúphreinsar og fjarlægir eiturefni

Er hárið líflaust og þreytt af langvarandi notkun hárvara? Þá ættirðu að bera eplaedik í hárið einu sinni í mánuði. Eplaedikið eykur á gljáa og lyftir hárinu. Hreinsaðu þó eplaedik-löginn vel úr hárinu, því hann er lyktsterkur …

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-17-33

Maísmjöl – Róar feitan hársvörð

Ert þú ein af þeim sem notar þurrsjampó? Ertu með feitt hár? Ljóshærðar og skolhærðar geta vel sáldrað örlitlu magni af maísmjöli í hársvörðinn, þar sem maísmjölið dregur í sig fituna. Gættu þín þó á magninu og greiddu vel úr hárinu.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-19-15

Kampavín – Skerpir á ljósum strípum

Áttu afgangs kampa- eða freyðivín? Prófaðu að skola hárið upp úr kampavíni, ef þú ert með ljósar strípur. Kampavínið lýsir hárið örlítið og skerpir á strípunum.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-21-34

Hrá egg – Styrkir hárið

Ef þú vilt styrkja hárið og gefa því gljáa skaltu þeyta tvö væn egg og bera blönduna beint í þurrt hárið, vefja handklæði um hárið og leyfa blöndunni að verka í ca. 20 mínútur – en GÆTTU þín þegar þú skolar eggin úr og láttu vatnið vera volgt. Ef vatnið er of heitt, þá áttu á hættu að eggin fari að eldast …

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-24-21

Majónes – Mýkir hárið

Ótrúlegt en satt. Þegar þú ert búin að þvo hárið, skaltu bera majónes í hárið og greiða vel í gegn. Svo setur þú sturtuhettu á höfuðið og leyfir blöndunni að virka í ca. 20 mínútur, en þegar þú skolar hárið er það silkimjúkt …

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-38-40

Tómatsósa – Skerpir á ljósum lit

Já, tómatsósa skerpir á ljósum lit og getur fjarlægt græna slikju sem getur myndast eftir langavarandi sólböð. Ljóst hár getur líka fengið á sig græna slikju eftir klórinn í sundlaugunum, en svarið mun sumsé vera að bera tómatsósu í hárið og láta verka á hárið í u.þ.b. 20 mínútur. Tómatsósan getur líka fjarlægt ólykt úr hárinu – en bragðið mun sem sagt vera að skola tómatsósuna úr með mildu sjampói. Hárið tekur á sig fallegri lit og ólyktin hverfur.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-41-55

Te – Gefur dökku hári fallegri gljáa og dýpri lit

Einmitt. Fyrir dökkhærðar er frábært að sjóða lög af Earl Grey te, kæla blönduna vel niður og bera skolið í nýþvegið hárið.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-44-07

Hreint jógúrt – Örvar hárvöxtinn

Mjög gott er að nudda örlitlu hreinu jógúrti í hársvörðinn, svo mjólkursýrurnar geti nært hársvörðinn, fjarlægt dauðar húðfrumur og örvað hárvöxtinn. Blandan ætti að liggja í hársverðinum í u.þ.b. 15 mínútur áður en jógúrtið er skolað úr með mildri hársápu.

screenshot-www.purewow.com 2015-07-31 00-44-16

Hunang & Ólífuolía – Djúpnærandi

Blandaðu hálfum desilítra af hunangi með hálfum desilítra af ólífuolíu og hrærðu vel saman. Úr verður djúpnærandi hármaski sem ætti að bera í hárið – en varast hársrótina – og láta liggja í hárinu í u.þ.b. 20 mínútur áður en allt er skolað úr með mildri hársápu og góðri næringu á eftir. Hunangið nærir hárið en ólívuolían eykur á gljáann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!