KVENNABLAÐIÐ

MC1R er ALFYRSTA menningar- og tískuritið sem HELGAÐ er RAUÐHÆRÐUM

Rauðhærðir mega glaðir við una um þessar mundir en frumkvöðull nokkur að nafni Tristan Rodgers hefur hrint af stað allsérstæðri útgáfu menningar- og listatímarits sem ber nafni MC1R, sjálfstæðu útgáfuverkefni sem helgað er menningu, fegurð og listum rauðhæðra um allan heim.

Tímaritið dregur nafn sitt af sjálfu geninu sem veldur rauða háralitnum, MC1R, en þriðja tölublaðið lítur ljós síðar á þessu ári og mun Tristan, sem er búsettur í Hamborg þar sem hann leggur stund á nám í ljósfræði, (hann er rauðhærður sjálfur) leiða lesendum fyrir sjónir – eitt tölublað í einu – hvernig er að vera rauðhærður og með hvaða augum rauðhærðir líta heiminn.

mc1r-body-image-1437692276

Um tímamótaútgáfu þykir að ræða, en rauðhærðir þykja oft vanmetnir í heimi fegurðar og tísku, þrátt fyrir að skipa um 2% af almennum fólksfjölda á heimsvísu. Þessu greinir vefritið Jezebel frá og segir einnig að Tristan hafi þótt tími til kominn að setja tímaritið á laggirnar. Hann kom fyrstu útgáfunni klakklaust gegnum prentun fyrir tilstilli fjáröflunar, en þó verkefnið hafi vakið upp efasemdir í byrjun er ljóst að MC1R á fullt erindi inn á almennan markað.

untitled-article-1437692086-body-image-1437692141

Tristan segist þannig, í viðtali við tímaritið VICE, hafa orðið ýmiss áskynja frá því að útgáfa hófst en verkefninu var í upphafi ætlað að vera myndasería, sem þróaðist yfir í tilraunaútgáfu sem leiddi svo annað tölublað af sér og svo virðist sem menningaritið MC1R sé komið til að vera:

Mér hefur m.a. lærst að tengslanet rauðhærða teygir sig yfir allan heiminn og sjálfur er ég orðinn hluti af umræddu tengslaneti. Ráðstefnur rauðhærðra eru víða haldnar og þar myndar fólk tengsl hvert við annað; deilir af reynslu sinni, styrk og vonum – rauðhærðir eru raunverulega í mikilli sókn þessa dagana og orkan sem umlykur tengslanet rauðhærða, er jákvæð, upplífgandi og skemmtileg.

untitled-article-1437692086-body-image-1437692123

Tristan bendir einnig á að þó mörgum þyki fáránlegt að einhverjir skuli skilgreina sig út frá eigin háralit, sé mikilvægt að listamenn víða um heim varpi ljósi á hugsjónir sínar og sýni eigin styrk í verki.

Einhvers staðar á jarðarkringlunni kann að vera manneskja sem er vanmetin vegna háralitarins; fólk er lagt í einelti út af rauða háralitnum og það eitt að geta sýnt fram á fegurð rauða háralitarins getur veitt einhverjum öðrum styrk og þrótt til að takast á við mótlæti.

untitled-article-1437692086-body-image-1437692131

Þá segir Tristan einnig í viðtalinu að hann muni meðal annars sækja ráðstefnu Ráðstefnu Rauðhærðra Íra á þessu ári, en að hann muni í framhaldinu sækja viðburði fyrir rauðhærða og listasýningar rauðhærðra í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanda og Hollandi, suðurhluta Afríku og Ástralíu, Ísrael og Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt.

Af öllum þeim landsvæðum og menningarkimum sem tengjast rauðhærða kúltúrnum hef ég tekið eftir því að Bretar virðast hafa mestan áhuga á að vinna bug á fordómum og neikvæðum viðhorfum sem tengjast rauðhærðu fólki. Bretar virðast það einlæga markmið fyrir höndum að umbreyta langvinnu samfélagslegu einelti í garð rauðhærðra í jákvæðari og uppbyggilegri lífsviðhorf.

Heillandi myndbrot af útgáfunni má meðal annars skoða á INSTAGRAM og á FACEBOOK  

MC1R Magazine

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!