KVENNABLAÐIÐ

Losaðu þig við draslið 101

Við eigum vanda til að safna að okkur dóti, hlutum sem safnast fyrir í hillum, skápum og geymslum. Við þekkjum öll þá tilfinningu að opna skáp, skúffu eða geymslu og hugsa…Guð minn góður…hvað er þetta eiginlega allt saman? Þarf ég að eiga þetta? Gæti ég verið að nýta þetta pláss undir eitthvað sem skiptir mig máli?

chalkboard-dishes-shelves_gal
Ertu að nota allt sem leynist í eldhússkápunum?

Mörgum finnst gott að raða eldhúsdótinu eins og glösum og bollum og áhöldum þar sem auðvelt er að sjá hvar allt er. Hér hefur verið krítarmálað á vegg og settar upp hillur þar sem hver hlutur á sinn stað vísann.

En hvernig á að byrja? Á einfaldan hátt er svarið!

Taktu 10 mínútur á dag í að fara í gegnum eina skúffu, einn pappírshaug eða einn pappakassa.

Setjið all í einn haug og pikkið einn hlut upp.

Spyrðu þig svo: Þarf ég að eiga þetta? Hversu oft nota ég þetta? Hefur þetta nota- eða tilfinningalegt gildi?

Ef svarið er nei þá er ráð að endunýta, gefa eða henda. Settu dótið á viðeigandi stað.

Ef svarið er já, þá finnurðu hlutnum viðeigandi stað þar sem þú veist hvar hann er.

Haltu þig við 10 mínútur á dag, því með hægðinni tekst þér þetta. Þú nærð ekki að ruslhreinsa líf þitt á einum degi. Byrjaðu smátt og þá kemur þetta!

Skúffuhirslur eru frábærar til að skipluggja dót sem annars liggur laust í skúffunni. Taktu með þér málin a skúffunni þegar þú kaupir þér skúffuhirslu.
Skúffuhirslur eru frábærar til að skipluggja dót sem annars liggur laust í skúffunni. Taktu með þér málin a skúffunni þegar þú kaupir þér skúffuhirslu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!