KVENNABLAÐIÐ

Suðrænt og seiðandi sumartrend: ANANASMUNSTUR

Það er fátt sumarlegra en ferskir ávextir og því við hæfi að nýta litadýrðina og gleðina sem fylgir þeim í tískutrendum sumarsins. Bæði föt og fylgihlutir með ananasmunstri hafa verið sérstaklega áberandi, enda ananasinn táknmynd hins suðræna strandlífs sem við Íslendingar þráum svo heitt.

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 10-45-30

Stjörnur jafnt og tískubloggarar hafa tekið ástfóstri við munstrið og hafa meðal annars stjörnurnar Rihanna og Cara Delevingne sést skarta því.

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 10-47-29

Hins vegar er skiljanlegt að margir hiki við að stinga sér með höfuðið á undan í þetta trend þar sem munstrið er mjög grafískt og guli liturinn alls ekki allra. Einnig getur verið varhugavert að fjárfesta í dýrum flíkum þegar trendið er líklegt til að detta út um leið og haustið gengur í garð.

Ef þú ert þessi týpa sem þorir, þá er um að gera að rokka ananas lúkkið frá toppi til táar líkt og Rihanna. Ef það er bara „aðeins of mikið“ þarftu ekki að örvænta. Það er nefnilega alveg upplagt að næla sér í ódýra fylgihluti sem lífga upp heildarútlitið. Þá er engin hætta á að manni líði eins og Chiquita konunni.

Sykur mælir með:

– Hárteygjum: Auðveld og ódýr leið til að gera taglið sumarlegra

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 10-50-57

– Símahulstrum: Gera spegla „selfie“ svo miklu skemmtilegri

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 10-53-35

– Sokkum: Til að láta glitta í smá sumar undan gallabuxunum

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 10-56-15

– Naglaskrauti: Sumarlegt og sætt

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 10-58-46

– Hringum: Látlaust og flott. Fullkomið til að blanda með öðru skarti

screenshot-docs.google.com 2015-07-11 11-00-56

Einnig er hægt að finna derhúfur, töskur, skó, tímabundin tattú og margt fleira með þessu flotta munstri. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og gert ananastrendið að sínu eigin!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!