KVENNABLAÐIÐ

Klassísk rækjubrauðsneið til að njóta í sólinni!

Stundum langar mann bara í eitthvað klassískt, ferskt og gott. Hvað er betra en gott smurbrauð…og ískalt hvítvín skemmir ekki fyrir. Það sem þú þarft til að setja saman ekta smurbrauðssneið er eftirfarandi:

Gott brauð og okkur finnst nú betra að hafa það hvítt og þá ekta franskbrauð úr bakaríi en það má líka nota súrdeigsbrauð eða gróft brauð að eigin vali.

Majones

Smjör

Fersk salatblöð

400 grömm Rækjur

Sítróna

Agúrka

Dill

1. Skerið brauðið heldur þykkt og smyrjið söltu smjöri.

2. Leggið salatblöðin ofaná brauðsneiðina þannig að þau slúti fram af.

3. Hrærið saman 4 matskeiðar af majó og eina matskeið af rjóma og setjið væna slettu ofan á hverja sneið.

4. Setjið 100 grömm af rækjum ofan á majóið. Kreystið ofurlítið af sítrónusafa yfir rækjurnar.

5. Skerið sítrónuna í þunnar sneiðra og sömuleiðis agúrkuna. Skerið upp í sneiðarnar til hálfs svo að þær geti setið auðveldlega ofan á rækjunum. Raðið tveimur sítrónusneiðum og einni gúrkusneið ofan á hverja brauðsneið og leggið dillgrein ofan á!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!