KVENNABLAÐIÐ

SNYRTIBLOGGARI SEGIR EINELTI STRÍÐ Á HENDUR: „Þú lítur svo ÓGEÐSLEGA út!“

Það er vandlifað í þessum heimi verandi falleg kona. Það fékk snyrtibloggarinn Em Ford, sem heldur úti YouTube rásinni My Pale Skin að reyna á eigin skinni fyrir stuttu þegar hún hóf að deila sjálfsmyndum án nokkurs farða. Em glímir við erfiða húðgerð og athugasemdirnar létu ekki á sér standa.

Í alvöru talað, hefur konan einhvern tímann þvegið á sér andlitið? Hún er ógeðslega ljót!

Þegar hún aftur á móti notaði hyljara og andlitsfarða áður en hún deildi sjálfsmyndum, voru athugasemdirnar á allt aðra vegu.

Þú ert svo falleg. Þú lítur svo vel út. Þú ert svo glæsileg.

En þó var enn undirliggjandi broddur í athugasemdunum sem ekki fór framhjá Em:

Þetta er ástæða þess að ég er með lágt sjálfsmat. Út af konum eins og henni. Ímyndaðu þér bara að vakna upp við hliðina á henni á morgnana.

En erfiðustu og sárustu athugasemdirnar komu þó frá þeim sem glíma við sambærilegan húðvanda og eiga við óöryggi að stríða; fólki sem hefur upplifað sambærilegt einelti:

Mig langaði mest að fremja sjálfsmorð. Mig langaði bara að deyja.

Úr varð að Em ákvað að gera stuttmynd, þróttmikla samantekt sem sýnir berlega hversu skaðleg áhrif samskiptamiðlar geta haft á sjálfstraust viðkomandi og einnig hversu mikilvægt það er að muna að enginn getur nokkru sinni staðið undir væntingum allra.

Fyrst Em, sem er gullfalleg ung stúlka og hugrökk með eindæmum, fær þessi viðbjóðslegu skilaboð frá umheiminum þegar hún sýnir sitt rétta andlit – hvers vegna ætti öðrum ungum konum þá að líða vel í eigin skinni? Myndbandið er þörf áminning, inniheldur sterk skilaboð og endar á orðum Em, sem segir:

Þú ert gullfalleg. Ekki láta neinn telja þér trú um annað. Ekki einu sinni hlusta á sjálfa þig.

Glæsileg ung stúlka sem er verðug fyrirmynd:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!