KVENNABLAÐIÐ

Láttu hugarflugið ráða! – Svona gerir þú grænt morgunboost!

Svo við sviptum hulunni af ástríðublandinni aðdáun okkar á grænu morgunþrumunni í gærmorgun. En hvernig á að gera drykkinn og hvernig má skipta út einu innihaldsefni fyrir annað? Í raun eru grunnefnin mjög einföld og má blanda saman á víxl til að búa til hinn fullkomna morgundrykk. Allt sem til þarf er öflugur og góður blandari í eldhúsið, opið hugarfar og vilji til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl!

Mælieiningin sem hér er notuð er amerísk; bolli – en hér er ekki átt við venjulegan kaffibolla heldur mælieningu sem miðar við að tveir bollar af káli séu u.þ.b. 130 grömm af grænu, tveir bollar af vökva eru ca. 2 ½ dl og þegar átt er við þrjá bolla af ávöxtum er alveg jafn gott að miða við mælieininguna sem útskýrð er hér. Þetta er þó grunnurinn í allar grænar morgunþrumur:

kale-315311_640

2 bollar kál – blaðgrænt og stilkar:

Spínat

Grænkál

Rómankál

Bok Choy kál

Sprotakál (brokkoli t.a.m.)

Ferskir túnfíflar

Electrolytes-Coconut-Water

2 bollar vökvi – vatn:

Vatn

Kókosvatn

Kókosmjólk

Möndlumjólk

sliced-fruit

3 bollar þroskaðir ávextir (oft frystir):

Banani

Mangó

Frosin ber

Appelsínur

Avókadó

Ferskjur

Perur

Epli

Ananas

Greipaldin

FN_chia-seeds-thinkstock_s4x3_lg

Toppaðu með ofurfæðu:

Chia fræ

Kókosolía

Möndlusmjör

Hampfræ

Akasíuduft

Kanell

Hörfræ

 

Svona ferðu að því að gera fullkomna morgunþrumu í eldhúsinu:

– Settu tvo þéttpakkaða bolla (ameríska) eða ríflega 130 grömm af grænu káli í blandarann. Kálið á alltaf að fara neðst í blandarann.

– Bættu nú við 2 bollum (amerískum) eða 2.5 dl í blandarann og settu allt af stað. Hrærðu þar til allar ójöfnur eru horfnar og drykkurinn er orðinn mjúkur og áferðarjafn. Þetta er grunnurinn.

– Bættu nú 3 bollum (amerískum) af ávöxtum, gjarna frosnum til að kæla drykkinn, og hrærðu þar til allt er orðið mjúkt og áferðarfallegt.

– Helltu í fallegt glas að eigin vali og njóttu í botn!

*ATH: Þú getur skipt út einum ávexti fyrir annan og gert tilraunir frá degi til dags!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!