KVENNABLAÐIÐ

D Á S E M D: Dísætur peruboost með dass af kanil og möndlumjólk

Hér er kominn einn geggjaður morgunboost sem hreinlega geislar af A og C vítamíni og er líka sneisafulllur af fólínsýrum og trefjum. Yndislegur morgundrykkur með dísætum perukeim sem styrkir hár, neglur og hörund. Þá er kanill líka góður til að jafna blóðsykurinn, en kryddið hefur líka góð áhrif á kólestrólið og örvar efnaskiptin.

 

Uppskrift:

2 bollar fersk spínatlauf

2 bollar ósæt möndlumjólk

4 vel þroskaðar perur

1 banani

1 teskeið malaður kanill

Hrærið spínatlaufin og möndlumjólkina saman í blandara þar til blandan er orðin þétt og mjúk. Bætið því næst ávöxtunum saman við og hrærið vel. Stráið kanil ofan á drykkinn og njótið.

ATH! – Gott er að bæta frosnum ávöxtum út í drykkinn til að kæla blönduna, en perurnar mega vel fara með hýðinu í blandarann!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!