KVENNABLAÐIÐ

SAMÞYKKI ER SEXÍ: GOOGLE rekur upp HERÖR gegn HEFNDARKLÁMI

Google hefur rekið upp herör gegn útbreiðslu hefndarkláms og hyggst leggja sitt að mörkum til að hamla útbreiðslu nektarmynda sem settar eru á netið í þeim eina tilgangi að niðurlægja og meiða viðkomandi.

Þetta tilkynntu forsvarsmenn leitarrisans í nýrri bloggfærslu sl. föstudag, en þar segir m.a. að starfsmenn muni með öllum ráðum leita nýrra leiða til að hamla útbreiðslu slíkra myndbirtinga með því að gera aðgengi erfitt gegnum leitarniðurstöður; þeas. nektarmyndir sem hafa verið settar á netið án samþykkis viðkomandi verða fjarlægðar úr leitarniðurstöðum Google.

Þetta eru stórkostlegar fréttir í sjálfu sér, en í umræddri tilkynningu sem Google sendi frá sér segir meðal annars að fjölmargar kvartanir hafi borist höfuðstöðvunum frá einstaklingum víða að úr heiminum sem verða fyrir barðinu á fyrrverandi – sem jafnvel dreifir nektarmyndum án samþykkis. Einnig mun algengt að tölvuþrjótar sem brjótast inn á einkatölvur viðkomandi dreifi slíkum ljósmyndum án samþykkis, í þeim eina tilgangi að skaða mannorð, valda niðurlægingu og sársauka.

Hefndarklám er viðurstyggilegt, að birta slíkar ljósmyndir sem eru einkar persónulegar er tilfinningalega eyðileggjandi og þjónar þeim eina tilgangi að niðurlægja fórnarlömbin – sérstaklega konur.

Þó Google hafi ekki óskipað vald til að afmá slíkar myndbirtingar með öllu; þeas. persónulegar nektarmyndir – af þeim vefsíðum og vefþjónum þar sem myndirnar sjálfar eru hýstar, getur leitarrisinn hins vegar gert almenningi nær ógerlegt að leita uppi slíkar ljósmyndir gegnum leitarniðurstöður.

Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta leysir ekki vandann með öllu – en við vonum hins vegar að með því að virða óskir almennings og gera leitarniðurstöður ógerlegar, getum við lagt okkar af mörkum.

Á næstu vikum mun Google þannig uppfæra tilkynninguna og deila opinberum tengli þar sem einstaklingar geta sent inn fyrirspurnir og óskir þess eðlis að tenglar á persónulegar ljósmyndir sem eru kynferðislegar, voru birtar án leyfis og er ætlað að niðurlægja, verði fjarlægðir úr leitarniðurstöðum.

Þannig fetar Google nú í fótspor Twitter og Reddit, sem gaf út opinbera yfirlýsingu í kjölfar lekans sem gerði allt vitlaust í Hollywood fyrir skemmstu síðan og innihélt þúsundir nektarljósmynda af stjörnunum sem tölvuþrjótar stálu og birtu svo án samþykkis, í þeim eina tilgangi að niðurlægja þekkta einstaklinga sem áttu sér einskis ills von.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!