KVENNABLAÐIÐ

Avókadó og peruís – Algjört lostæti

Þessi ís er óvanalegur og mjög bragðgóður. Tilvalinn á hlýjum sumardegi. Svo er hann meinhollur enda avókadó stútfullt af næringarefnum. Hann er líka svo ótrúlega fallegur á litinn.

5 dl mjólk
4 eggjarauður
2 dl rjómi
2 dl sykur
fræ úr hálfri vanillustöng
3 þroskað avókadó
1 þroskuð pera
1 tsk sítrónusafi

Svona ferðu að:

1.   Setjið mjólk, rjóma og vanillufræ saman í pott og látið suðu koma upp og takið af hellunni. Látið kólna eilítið.

2. Þeytið eggjarauðurnar og hrærið mjólkurblöndunni saman við.  Setjið allt aftur í pottinn.

3.  Hitið varlega og hrærið stöðugt í svo blandan skilji sig ekki. Takið af og kælið.

4.  Setjið niðurskorið avókadó, perurnar og sítrónusafan í matvinnsluvél og púlsið saman.

5. Hrærið saman avókadó/peru blöndunni og kældu mjólkurblöndunni. Hellið í form og inn í frysti. Hrærið í forminu á 20 mínútna fresti fyrst klukkutímann.

Ef þú átt ísvél þá skellirðu þessu í hana!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!