KVENNABLAÐIÐ

D E T O X: Afeitrandi C-vítamínsprengja með ananas, engifer og mangó!

Vissir þú að ferskur sítrónusafi hjálpar lifrinni að skola út og vinna úr eiturefnum, þar sem sítrónusafinn er afeitrandi? Engifer hefur bólgueyðandi verkun og er sneisafullt af hjálplegum andoxunarefnum, en einnig getur engifer bætt meltinguna.

Að ekki sé minnst á túrmerik, sem er ætlað til bragðauka í þennan kraftmikla boost-drykk en hjálpar einnig lifrinni að hreinsa líkamann. Þó frosinn ananasinn sem fer í þessa afeitrandi morgunuppskrift og mangóið þjóni hlutverki sætuefna eru báðir ávextir sneisafullir af trefjum og eru A og C vitaminsprengjur.  Dásamlegur, afeitrandi og styrkjandi morgundrykkur sem nærir og hressir!

Tropical-Turmeric-Cleanser-2

UPPSKRIFT:

120 gr grænkál

4 dl lífræn kókosmjólk

4 dl niðurskorinn eða fínrifinn ananas

2 dl niðurskorið mangó

Safi úr hálfri sítrónu

1 matskeið fersk, fínrifin engiferrót

¼ til ½ tsk af möluðu túrmerik til að bragðbæta

Setjið grænkálið og kókosmjólkina fyrst í blandarann og hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk og þétt. Bætið nú við ananas, mangó, ferskum sítrónusafanum og engiferrótinni.  Túrmerik er til bragðauka og er valkvæð viðbót.

*ATH: Gott er að notast við áður frysta ananasbita til að fríska upp og kæla drykkinn.   

Uppskrift: SimpleGreenSmoothies

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!