KVENNABLAÐIÐ

LESBLINDA: Þessi leturgerð sýnir hvað lesblindir sjá á blaði

Merkilegt á að líta, en leturgerðin sem hér má sjá er hönnuð til að líkja eftir þeim villum sem lesblindir sjá þegar þeir reyna að lesa heilar setningar á blaði. Leturgerðin var hönnuð af grafíska hönnuðinum Daniel Britton og gerir að verkum að þegar stöfunum er raðað þannig saman að myndi heila setningu, er nær ógerlegt að geta til um hvað orðin eiga að merkja. Sem svo aftur sýnir hversu truflandi lesblinda getur verið.

TgRyzuW

Daniel réðist í verkefnið á lokaári sínu í háskóla, meðal annars vegna þeirrar staðreyndar að lesblinda er afar misskilinn eiginleiki sem ekki hefur verið nægilega vel rannsakaður og með þessu móti vildi Daniel því vekja athygli á þeim verkefnum sem lesblindir glíma við.

Algengast er að fólk telji lesblinda einstaklinga vera vitlausa, lata og að lesblindir reyni bara ekki nægilega vel. Þegar fólk reynir að herma eftir lesblindu – er algengast að þau reyni að afmá stafina eða setja E í byrjun og enda orðs eða jafnvel milli orða í setningu. En lesblinda lýsir sér ekki þannig.

David er sjálfur lesblindur og er þeirrar skoðunar að fyrri kynningarherferðir á sýn lesblindra varpi ekki réttu ljósi á glimu þeirra.

Untitled_2

Heili venjulegrar manneskju getur horft í gegnum afmáða stafi og þýtt merkingu orðanna. Þannig er hægt að lesa letrið sem oft er sett upp í kynningarskyni. En í augum flestra sem eru með lesblindu hoppa stafirnir ekki a síðunni og breyta því síður um lit. Lesblinda er skortur á samskiptum milli auga og heila. Lesblindur einstaklingur sér upplýsingarnar, nemur stafina en eitthvað í heilanum gerir að verkum að upplýsingarnar ná ekki alla leið. Það er eitthvað sem hægir á úrvinnslunni hjá lesblindum.

Þvi hannaði David leturgerðina, til að hægja á úrvinnslu upplýsinga hjá venjulegum einstakling og þannig fjarlægði hann 40% af hverjum einasta bókstaf sem gerir að verkum að myndum orða og lestur setninga verður hægvirkt og erfitt ferli. David segir þó leturgerðina ekki það sem lesblindir sjá sem texta í raun og veru – heldur að útlit textans framkalli keimlíka tilfinningu og lesblindir upplifa (sem er aðallega örvænting) þegar þeir reyna að lesa.

W06U1WF

Samkvæmt þeim upplýsingum sem er að finna á Alþjóðasamtökum Lesblindra eru um 700 milljónir einstaklinga með lesblindu – víða um heimsbyggðina. Þetta hefur áhrif á getu fjölmargra til að lesa texta og vinna úr upplýsingum, skrifa og stafsetja rétt, en lesblinda getur hæglega slegið vel gefið fólk svo út af laginu að skólaganga verður í styttri kantinum, með þeim afleiðingum að einstaklingurinn ber þess jafnvel aldrei fullar bætur.

Skemmtilegt er þó frá því að segja að lesblindir einstaklingar eru oftlega mjög skapandi og geta náð langt í hinum ýmsu listgreinum, m.a. í grafískri hönnun eins og David sjálfur.

Vefsíða Daniel er HÉR en þar má skoða fleiri verk eftir hann sjálfan.

/ifls

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!