KVENNABLAÐIÐ

Freyr var rekinn úr FÁ: „Hvaða skóli vísar fötluðu barni úr skóla á öðrum degi?“

Vilmundur Hansen, faðir fatlaðs drengs, er afar ósáttur við skólayfirvöld Fjölbrautarskólans í Ármúla. Segir hann Frey, son sinn, hafa verið rekinn úr skólanum á öðrum degi:

Auglýsing
Freyr minn var rekinn úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla í dag þar sem hann hafði verið tvo daga í sérdeildinni. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn.
Auglýsing
Hann missti sig, líklega vegna öryggisleysis, seinni daginn og fór að henda hlutum og láta ófriðlega. Fyrstu viðbrögð skólans – og við erum að tala um sérdeild fyrir fötluð börn – eru að reka hann úr skólanum. Ástæðan er að deildin henti honum ekki og að börnin þar séu svo viðkvæm. Þar er verið að tala um í mörgum tilfellum sömu börnin og hann hefur verið með í Öskjuhlíðarskóla í tíu ár.

Verð að segja að sérdeildin í Ármúla fellur gríðarlega í áliti hjá mér við svona framkomu. Hvaða skóli vísar fötluðu barni úr skóla á öðrum degi?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!