KVENNABLAÐIÐ

DÁSEMD: Heilnæmar hátíðarvöfflur með ferskri berjasultu!

Hér er komin skotheld heilsuuppskrift að dásamlegum vöfflum sem renna ljúflega niður með hátíðarkaffinu. Sykurmagnið má minnka eftir smekk, en dásamlega og ferska berjasultu er að finna í lok uppskriftarinnar. Ekta þjóðhátíðarvöfflur úr grófu og heilnæmu mjöli sem hressa, bæta og kæta!

UPPSKRIFT:

3 ½ dl heilhveiti

1 dl haframjöl

½ tsk lyftiduft

½ tsk matarsódi

½ tsk salt

4 dl léttmjólk

2 eggjahvítur

3 msk dökkur púðursykur

1 msk jurtaolía

4 dl fersk bláber

3 dl fersk, niðurskorin jarðarber

1 dl hlynsýróp

Hitið ofninn í 90 gráður (celcius). Breiðið bökunarpappír á ofnplötuna eða spreyjið plötuna með bökunarspreyi.  

Blandið því næst saman öllum þurrefnum i stóra skál og hrærið vel saman. Blandið mjólk, eggjahvitum, púðursykri og jurtaolíu saman í aðra skál. Blandið fyrst vel saman og hrærið svo saman við þurrefnin. Haldið áfram að hræra þar til blandan er orðin þétt og mjúk í sér. Bætið 2 dl af bláberjum að lokum út í blönduna.

Kveikið nú á vöfflujárninu og úðið með ágætu bökunarspreyi.

Ágætt er að setja u.þ.b. einn dl af vöffludeigi á pönnuna í hvert sinn, bakið þar til vafflan er orðin gullinbrún og setjið strax á ofnplötuna, inn í ofn og látið standa þar í ylvolgum ofninum til að halda vöfflunum heitum meðan á bakstri stendur. Þessi uppskrift inniheldur ca. 8 vöfflur.

*ATH: Meðan á bakstri stendur, ætti að setja meðalstóran pott á hellu og blanda afgangnum af bláberjunum, jarðarberjunum og hlynsýrópinu saman. Hitið við vægan hita og látið malla í pottinum í ca. 5 mínútur eða þar til berin eru orðin maukuð og renna mjúklega saman við sýrópið. Berið fram með vöfflunum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!