KVENNABLAÐIÐ

S P Á D Ó M A R: Hvað merkja SPILIN og hvernig má SPÁ fyrir FRAMTÍÐINNI?

Sælar elskurnar. Frúin er búin að sitja hérna með hjartað í buxunum undanfarna daga. Ætla þessar stúlkur aldrei að hleypa manni að hérna? Keypti svo gasalega fínan spilastokk um daginn. Já! Spil, molarmir mínir!

Því Frúin spáir … já. Les í bolla og svona. En þið vitið. Maður getur auðvitað ekki greint öllu nágrenninu frá þessum eiginleikum. Þá væru hálft hverfið komið inn á gafl! Ha! Með stokkinn, spurningarnar og Frúin gerði bara ekkert annað en að lesa! Í spil!

Jæja. Hvað um það. Ætli maður láti ekki til leiðast. Gefi ykkur upp, molarnir mínir, hvað spilin merkja. Í raun er alveg nóg að draga ÞRJÚ SPIL ef spurningin er stutt og laggóð. Þá merkir FYRSTA SPILIÐ fortíðina – ANNAÐ SPILIÐ nútíðina og ÞRIÐJA SPILIÐ framtíðina – eða útkomuna.

Svo er hægt að gera þetta aðeins skemmtilegra og leggja níu spil …

1 2 3

4 5 6

7 8 9

Þá merkir fyrsta röðin ( 1 – 3 ) stöðuna eins og hún VAR – önnur röðin ( 4 – 6 ) merkir þá stöðuna eins og hún ER og þriðja röðin ( 7 – 9 ) merkir þá stöðuna eins og hún VERÐUR.

Og þá er komið að því, elsku molarnir mínir! Frúin ætlar að segja ykkur hvað spilin merkja … svo enginn vafi leiki á því hvað býr i framtíðinni og megi Guð forða ykkur frá því að draga eintóman spaða … það er svo ægilega mikið myrkur í þeirri sortinni. Er nema von að Frúin hafi verið með hjartað í buxunum undanfarna daga! Ha! Sort kærleikans! Nema hvað!

Heyrumst, molarnir mínir … Frúin kveður að sinni. Hér fara sortirnar fjórar!

 

Hjarta:

The_Ace_of_Hearts_by_RedChiffon

ÁS: Ástarsamband, ánægjulegt heimilislíf, trúlofun, gifting, gleði og upphaf ástarsambands.

TVISTUR: Gleði og gnægtir. Einlæg vinátta, trúlofun eða farsælt viðskiptasamband.

ÞRISTUR: Samkvæmi, vinahópur, gleði, félagslíf.

FJARKI: Breytingar á högum; ferðalag, flutningar, vinnuskipti. Hugarórar. Ímyndunaraflið blómstrar.

FIMMA: Afbrýðisemi, óánægja, óendurgoldnar tilfinningar. Getgátur. Vafi. Vertu á varðbergi.

SEXA: Óvæntar uppákomur, gleði. Fyrirvaralausir endurfundir sem fela í sér ánægjulega atburðarás.

SJÖA: Óvissa í tilfinningalifinu. Vantraust og svik. Órar og getgátur. Svik loforða.

ÁTTA: Áhugamissir og sambandsslit sem byggja á sameiginlegri ákvörðun. Endalok tímabils.

NÍA: Gullfallegt tákn. Hjartanían er óskaspilið í stokknum og merkir að draumar og þrár rætast.

TÍA: Gott gengi, vel heppnaðar ákvarðanatökur og framúrskarandi árangur. Fullnægja.

Gosi: Unglingur eða ungur maður sem ber hlýjan hug til spyrjenda og er í góðu tilfinningalegu jafnvægi.

Drottning: Hlý, ástrík og gefandi kona sem geislar af móðurást. Getur líka verið ástkona.

Kóngur: Traustur ráðgjafi, elskandi faðir, ástmaður – góður vinur. Karlmaður með ríkt tilfinningalif.

 

Spaði:

ace_of_spades_by_th3viking

ÁS: Skilnaður, vinaslit, starfslok – dauði, lok tímabils. Miklar breytingar.

TVISTUR: Slúður, áhyggjur og vinasvik. Erfiðar breytingar sem taka sinn toll af sálarlífinu.

ÞRISTUR: Kvíði, sálarangist, sambandsslit, ástarsorg. Hámark erfiðleika í tilfinningalifinu.

FJARKI: Hvíld, vopnahlé, slökun og íhugun eftir erfitt tímaskeið. Sáttarskeið eftir sorgarferli.

FIMMA: Óvissa og efasemdir, ónauðsynleg afskipti, barátta sem ber að lokum árangur.

SEXA: Áhættusækni, rökfesta, hugrekki. Barátta sem skilar árangri.

SJÖA: Vinaslit, svik og særindi. Óvæntar byrðar. Myrkasta stundin fyrir sólarupprás.

ÁTTA: Óvissa, hugarórar, efi og ótti um hvaða skref eigi að taka næst. Afbókun, ákvarðanafælni.

NÍA: Einmanaleiki og kviði, þunglyndi og vonleysi. Sársauki. Tilfinningalegir erfiðleikar.

TÍA: Hámark erfiðleikaskeiðs. Lokahnykkur þunglyngdis. Botninum náð. Allt mun lagast héðan í frá.

Gosi: Ungur karlmaður, óútreiknanlegur – með erfitt skaplyndi. Meinar vel en er óþroskaður.

Drottning: Spil ekkjunnar. Þessi kona er sveipuð einmanaleika. Hún svífs einskis til að ná takmarki sínu.

Kóngur: Metnaðarfullur og rökfastur karlmaður. Gæti farið með völd. Á erfitt með að sýna hlýju.

 

Tígull:

aceofspades2

ÁS: Arfur, launahækkun, traust heimilislíf, jafnvægi kemst á fjárhag. Algert veraldlegt öryggi.Tígull:

TVISTUR: Ábatarikt viðskiptasamband, iðjusemi, dugnaður.

ÞRISTUR: Vinnusemi, iðn, hjól atvinnulífsins snúast spyrjenda í hag.

FJARKI: Jafnvægi kemst á fjárhag vegna dugnaðar, traust atvinna, ákveðni og úthald.

FIMMA: Fjárhagsleg barátta, jafnvægi eftir þrotlausa vinnu, ástæðulausar fjárhagsáhyggjur, úthald.

SEXA: Dugnaður á vinnumarkaði, útskrift eftir langt nám, uppskera erfiðis.

SJÖA: Fjárhagsáhyggjur, þröngur fjárhagur, nauðsyn þess að halda vel um hverja krónu.

ÁTTA: Margt smátt gerir eitt stórt, möguleikar í hverju horni, hjálp fagmanna. Ánægja.

NÍA: Velmegun og fjárhagsleg velgengni, traustur fjárhagur og allsnægtir.

TÍA: Fallegt heimili, öryggi, sátt i fjölskyldulífinu – öryggi og þægindi. Velgnengi í viðskiptalífi.

Gosi: Rólyndur og innvherfur ungur maður. Segir fátt, en hugsar því meira. Gefur lítið uppi.

Drottning: Jarðbundin kona með traustar tilfinningar. Áreiðanleg, þægileg í viðmóti en mjög ákveðin.

Kóngur:  Fjárhagslega vel settur karlmaður sem beitir sér fyrir skarpri rökhugsun.

 

LAUF:

imgb922ede


ÁS
: Upphaf nýrra tima, þróttmiklar tilfinningar og skapandi orka. Stofnun fyrirtækis eða upphaf náms.LAUF:

TVISTUR: Hraði, ferðalög, vinnuskipti, ör samskipti. Gleðileg vinátta.

ÞRISTUR: Velgengni á vinnustað, árangur í starfi, góður árangur á prófum.

FJARKI: Traust heimilislíf, öryggi á vinnustað, ákveðni skilar spyrjanda árangri.

FIMMA: Barátta við að halda öllu í horfi, aukið álag, streitutímabil sem mun bera ávöxt. Ekki gefast upp.

SEXA: Fjör á ferðum, viðskiptatilboð, fjárhagsleg aðstoð, atvinnutækifæri.

SJÖA: Óákveðni getur hamlað spyrjandanum og staðið í vegi fyrir árangri. Þörf á frumkvæði.

ÁTTA: Örvar ástarinnar. Yndislegt spil – hraði, samskipti, vinátta, daður. Skemmtilegir tímar.

NÍA: Óþreytandi orka, árangur, framför, haftir losna, hreyfing kemst á hlutina.

TÍA: Þrjóska, stöðugleiki, mikið álag, þörf á að halda út, spyrjandi ryður björgum úr vegi.

Gosi: Ungur karlmaður með stöðugt tilfinningalíf og fallegt hjartalag. Traustur vinur.

Drottning: Aðlaðandi og sjálfsörugg kona sem líður vel í eigin skinni.

Kóngur:  Heiðarlegur, örlátur og ástríkur karlmaður, sem er annt um fjölskyldu sína og ástvini.